Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 82

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 82
BENEDKT HJ ARTARSON ffá árinu 1963. Hugleiðingar hans í þessari grein byggja í grunninn á riti eftir Georges Bataille frá árinu 1957, þar sem hinn síðarnefhdi leitaðist við að sýna fram á að hvers kyns „markarof' eða brot á reglum samfé- lagsins væru nauðsynlegur þáttur þess og í raun það sem skapaði bönn þess, reglur og formgerð.23 I grein sinni gengur Foucault skrefi lengra og fæst við afleiðingar þess að séð hafi verið í gegnum þetta staðfestandi hlutverk „markarofsins“ innan þjóðfélagsgerðarinnar. Að hans mati verður hér til nýtt afbrigði róttæks andófs, sem holdgerist í skáldskap Batailles: I stað þess að brjóta helgimyndir samfélagsins tekur hugveran að fitla við þær. Hér er ekki lengur leitað að nýju tungumáli sem rýfur sig frá því lögmæta til að lýsa reynslu hins brotlega. Hugveran leitar mun ffernur leiða „til að ræða um þessa reynslu og fá hana sjálfa til að tala í holrúminu þar sem hana skortir tungumál“24 með því að draga fram þagnir tungumálsins og ljá þeim inerkingu. Hér kemur ffarn nýtt tungu- mál sem líkt og bergmálar í eyðum hins gamla, ffjó hugsun sem býr um sig í getuleysi þess. Líkt og „orðin nema staðar við sjálf sig“ í heterótóp- íu Borges er tungumál markarofsins „hringlaga tungtunál sem vísar á sjálft sig“, og líkt og heterótópísk staðffæði Foucaults er vefenging þess rýmis sem við lifum í, felur þetta tungumál í sér „vefengingu á markalín- um tungumáls okkar“.25 Þetta nýja tungumál nemur ekki staðar þegar það er komið út yfir mörk hins leyfilega. Það smýgur sífellt á ný inn fyr- ir þau mörk sem lokast að baki því, til að brjóta reglurnar að nýju. Þetta á jafnt við útmörk hugsunar okkar og tungumáls sem og lagaleg og sið- ferðisleg mörk innan menningarinnar. Þessi þráláti leikur á mörkunum gerir þau sýnileg og stjakar við þeim; hann heldur merkingarkerfum þjóðfélagsins á iði. Grein Foucaults „Um önnur rými“ er tilraun til að smeygja þessari heimspekilegu hugsun inn í staðfræði og borgarskipulag nútímans. Hér má greina nokkuð óvænta færslu: Sú sértæka hugsun sem hann tengir upphaflega við heterótópíuna tekur á sig mynd áþreifanlegra staða. I þeirri róttæku afstæðishyggju sem einkennir staðffæði Foucaults birtast heterótópíurnar sem hverfulir staðir á reki tun heimsmynd okkar, er gera grein íyrir þeim frumspekilegu og málheimspekilegu flækjum sem og þeim hugm\Tidasögulegu víddum sem tengjast þessari umræðu á öðrum vettvangi síðar. 23 Georges Bataille (1957). 24 M. Foucault (1994) bls. 241. 25 M. Foucault (1994) bls. 244. 8o
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.