Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 82
BENEDKT HJ ARTARSON
ffá árinu 1963. Hugleiðingar hans í þessari grein byggja í grunninn á riti
eftir Georges Bataille frá árinu 1957, þar sem hinn síðarnefhdi leitaðist
við að sýna fram á að hvers kyns „markarof' eða brot á reglum samfé-
lagsins væru nauðsynlegur þáttur þess og í raun það sem skapaði bönn
þess, reglur og formgerð.23 I grein sinni gengur Foucault skrefi lengra
og fæst við afleiðingar þess að séð hafi verið í gegnum þetta staðfestandi
hlutverk „markarofsins“ innan þjóðfélagsgerðarinnar. Að hans mati
verður hér til nýtt afbrigði róttæks andófs, sem holdgerist í skáldskap
Batailles: I stað þess að brjóta helgimyndir samfélagsins tekur hugveran
að fitla við þær. Hér er ekki lengur leitað að nýju tungumáli sem rýfur
sig frá því lögmæta til að lýsa reynslu hins brotlega. Hugveran leitar mun
ffernur leiða „til að ræða um þessa reynslu og fá hana sjálfa til að tala í
holrúminu þar sem hana skortir tungumál“24 með því að draga fram
þagnir tungumálsins og ljá þeim inerkingu. Hér kemur ffarn nýtt tungu-
mál sem líkt og bergmálar í eyðum hins gamla, ffjó hugsun sem býr um
sig í getuleysi þess. Líkt og „orðin nema staðar við sjálf sig“ í heterótóp-
íu Borges er tungumál markarofsins „hringlaga tungtunál sem vísar á
sjálft sig“, og líkt og heterótópísk staðffæði Foucaults er vefenging þess
rýmis sem við lifum í, felur þetta tungumál í sér „vefengingu á markalín-
um tungumáls okkar“.25 Þetta nýja tungumál nemur ekki staðar þegar
það er komið út yfir mörk hins leyfilega. Það smýgur sífellt á ný inn fyr-
ir þau mörk sem lokast að baki því, til að brjóta reglurnar að nýju. Þetta
á jafnt við útmörk hugsunar okkar og tungumáls sem og lagaleg og sið-
ferðisleg mörk innan menningarinnar. Þessi þráláti leikur á mörkunum
gerir þau sýnileg og stjakar við þeim; hann heldur merkingarkerfum
þjóðfélagsins á iði.
Grein Foucaults „Um önnur rými“ er tilraun til að smeygja þessari
heimspekilegu hugsun inn í staðfræði og borgarskipulag nútímans. Hér
má greina nokkuð óvænta færslu: Sú sértæka hugsun sem hann tengir
upphaflega við heterótópíuna tekur á sig mynd áþreifanlegra staða. I
þeirri róttæku afstæðishyggju sem einkennir staðffæði Foucaults birtast
heterótópíurnar sem hverfulir staðir á reki tun heimsmynd okkar, er
gera grein íyrir þeim frumspekilegu og málheimspekilegu flækjum sem og þeim
hugm\Tidasögulegu víddum sem tengjast þessari umræðu á öðrum vettvangi síðar.
23 Georges Bataille (1957).
24 M. Foucault (1994) bls. 241.
25 M. Foucault (1994) bls. 244.
8o