Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 91
STAÐLAUSIR STAÐIR
dæmisins61 fÁTSt og fremst það hlutverk, að mati sitúasjónista, að tr\Tggja
greiðar samgöngur þannig að þegnamir saínist ekki saman á götum úti.
Samgöngukerfi nútímans er þ\’í í raun til marks um „upprætingu göt-
unnar“62 í hinni vestrænu stórborg.6-
Þannig reynist hið rúmfræðilega borgarskipulag ávallt opna þegnun-
um óvæntar undankomuleiðir. Rek sitúasjónista er tækm til að draga
þessa möguleika í ljós og nýta þá á skipulegan hátt. „Rekaldið“ leyfir
táknkerfirm borgarinnar ekki aðeins að „afvegaleiða“ sig, það snýr jafn-
framt upp á hefðbundna merkingu táknanna og þvingar þau til að vísa í
nýjar áttir. Hér koma náin tengsl reksins og „umsnúningsins“ berlega í
ljós. Umsnúningurinn byggir á þeim forsendum að „ávallt sé hægt að
hlaða bendingar og orð annarri merkingu"64 þannig að þau snúist gegn
samhengi sínu. Olíkt hlutlausri endurframleiðslu popp-listamanna sam-
tímans á menningarafurðum síðkapítalismans, sem sitúasjónistar telja að
„einkennist jafnt efnislega og „hugmyndafræðilega“ af skeytingarleysi og
þungbúinni fullnægju“,6:> gegna „umsnúningarnir“ því hlutv'erki að stela
afurðum sýningarsamfélagsins og afhjúpa hugmyndaffæðilega virkni
þeirra með því að setja þær í nýtt samhengi. Þetta kemur fram með
skýrum hætti í endurvinnslu sitúasjónista á tungumáli og hstsköpun
hefðarinnar sem og í reki þeirra um borgina. Þannig lýsir Raoul Vaneig-
em þeim viðburði er félagar hreyfingarinnar létu sig reka inn í Dómhöll-
ina í Briissel sem „umsnúningi“ á þessum „skuggalega stað“, sem tíma-
bundnu „hernámi á landsvæði“ óvánarins þar sem það er endurskapað
með „huglægum draumórum er breyta stefnu heimsins“.66 I undirróð-
urstækni sitúasjónismans býr heterótópísk þrá eftir að stjaka við undir-
stöðum borgaralegrar menningar og gefa þegnunum aukið svigrúm með
því að vefengja markalínur hennar.
61 Sjá nánar um breiðstræti og borgarskipulag arkitektsins Georges Eugénes Hauss-
mann: M. Berman (1988) bls. 131-171.
62 G. Debord (1992) bls. 166.
63 Sjá nánar: V. Kaufmann (1997) bls. 189-198.
M G. Debord og G. J. Wolman (1956) bls. 8.
65 J. V. Martin, J. Strijbosch, R. Vaneigem og R. Vienet. „Réponse á une enquéte du
Centre d’art socio-expérimental“. lntemationale sitnationniste (1997) bls. 404-408.
66 R. Vaneigem (1967) bls. 276.
89