Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 105

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 105
TRAGEDIA UTOPIUNNAR landss\ikurum, opinbera útför með sama hætti og hetjum ríkisins, held- ur verður að svívirða lík þeirra öðrum til viðvörunar (línur 194—214). Sú hugmynd að ríkið sé allt, sem Kreon lætur stjómast af þangað til honum verða ljósar afleiðingamar, er útópísk í skilningi Thomasar More, þ.e.a.s. hugmynd um ríkið í sínu besta og fullkomnasta ástandi. En ólíkt More trúir Kreon því um tíma að draumurinn geti ræst og rík- ið geti náð sínu besta ástandi í Þebu: „Eitt er víst: vor borg, hún er vor sanna gæfu-gnoð, og aðeins þá er gott til vina, þegar segl er sátt við kjöl. Slík er mín stjómarstefna vorri þjóð í hag“ (línur 188-191); „Þeim sem ríkið fal hið hæsta vald, skal hlýtt í stóm og smáu, jafnt hvort rétt er eða rangt“ (línur 665-667); „Auðsveip hlýðni bjargar hundmðum af góðum drengjum. Því skal virða landsins lög; þau mun ég trúr í heiðri hafa ... þeim bregzt ég aldrei“ (línur 675-678). En til þess að raungera þessa hugsjón verður hann að vanrækja skyldur sínar við ættina og trúarbrögð- in - sem hann og aðrir í ríkinu hafa erft af fyrri kynslóðum - auk þess að misbjóða eigin tilfinningum: „Þótt sé hún [Antígóna] minnar systur bam, og jafnvel þótt hún væri bezt til vildar mér og kærst af þeim sem við minn arin blóta Seif, hún skyldi þó fá þyngstu refsing“ (línur 486-489). Vegna þess að átökin em þannig ekki síður í hans eigin per- sónu, en milli hans og Antígónu, verður hann að forherða sig og af- skræma tilfinningar sínar. Séð frá þessu sjónarhomi, má því segja að leikrit Sófóklesar fjalh um það hvaða erfiðleikum útópistinn mætir í sjálfum sér og öðmm þegar hann kemst til valda í ríki sem á sér stað. I persónu Antígónu sem hvorki stjórnast af eiginhagsmunum eða valdagræðgi hittir útópía Kreons fyrir siðferðið og réttlætið. Antígóna ber ffam kröftug mótmæli og sýnir með dauða sínum að sú hugsjón að ríkið stefrii að fullkomnun sinni, sínu besta ástandi - snurðulausri framkvæmd valdboða og snurðulausum rekstri stofnana þess - er hvorki réttlát né siðferðisleg. Ríkið má ekki ná slíku ástandi á kosmað hefðarinnar og þess sem þegnunum er heilagt. Og það er skylda þegnanna að stunda andóf þegar ríkið fer offari. En -•kntígóna hittir líka f\TÍr í Kreon réttlæti ríkisins sem gerir almennar kröfur um hlýðni til þegnanna og refsar þeim - sama hver á í hlut - brjóti þeir gegn lögum og siðferði. Réttlætið á að vera blint og allir jafn- ir fyrir lögtun, og þá skiptir ekki máli hvort nákominn bróðir á í hlut eða óskvddur. Einhverjum gæti þótt of langt gengið að kalla Kreon útópista, einung- io3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.