Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 145
Robert Nozick
Umgjörð um staðleysu
Bók Roberts Nozick, Stjómleysi, ríki og staðleysa, stakk mjög í stúf við
þann anda félagshyggju og vinstrimennsku sem ríkti í vestrænu háskóla-
samfélagi tun miðjan áttunda áratuginn. Þó vakd hún gífurlega athygli
strax og hún kom út árið 1974 og hefur þann rúma aldarfjórðung sem
liðinn er orðið skyldulesning inngangsnámskeiða í stjórnmálaheimspeki
í háskólum um allan heim.
Nozick lýsir ritinu sem rannsókn á pólitískri kenningu frekar en póli-
tísku niðurstöðuritd og leggur sérstaka áherslu á að þau rök og þær skoð-
anir sem hann setji fram séu hvorki endanlegar né óumdeilanlegar. Þetta
gerir Stjómleysi, ríki og staðleysu að óvenjulega líflegri og skemmtálegri
lesningu. Þó að Nozick hiki ekki við að fara út í flóknar og jafnvel tækni-
legar útfærslur á skoðunum sínum hefur bók hans þann, því miður ekki
algenga, eiginleika heimspekirita að halda lesandanum samfellt við efnið
og í flestum tilfellum róta verulega við honum.
Frjálshyggja (e. libertarianism) er sú stjórnmálakenning sem bók Noz-
icks er einkum rök fyrir. Þetta viðurkennir hann hikstalaust í inngangi
bókarinnar þar sem hann segir lesandanum einrúg ffá því að frjálshyggju-
maður hafi hann orðið smám saman, nánast gegn vilja sínum, við það að
sannfærast um þau rök sem búa að baki pólitískri frjálshyggju samtímans.
Sú pólitíska sýn sem Nozick birtir lesandanum sækir öðru fremur í
þrennt: Einstaklingshyggju 18. aldar, afskiptaleysis- og auðmagnsstefnu
19. aldar og ákvörðunarfræði 20. aldar. Utúr þessu kemur kenning um
þjóðfélag sem leggur áherslu á að ekki sé hægt að réttlæta afskipti ríkis-
valds af þegnum umfram það sem takmarkað löggjafar- og eftirlitshlut-
verk leyfir. Ekki sé hægt að réttlæta þá starfsemi ríkisins sem lýtur að því
að dreifa eða endurdreifa gæðunum. Þannig er réttlætiskenning Nozicks
H3