Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Qupperneq 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR slík er hún sjúk og dauðadæmd. Thomas Mann hrapaði ekki að þess- um dómsúrskurði né felldi hann ein- göngu vegna reynslu sinnar af naz- ismanum. Alla tíð hafði hann brotið heilann um eðli listarinnar, séð and- stæður lífs og listar í þjóðfélaginu, fundið þær í eigin brjósti, vitað borg- arann og skáldið togast á um sál sína, numið og aðhyllzt kenningar sem gef- ið hafa listinni eindæmi og hafið hana yfir allt siðgæðismat og öll mannleg lögmál og mælt svo fyrir að henni bæri að hlíta einungis lögmálum sjálfrar sín og ætti engan dómara yfir sér. Henni kom lífið ekki við nema sem hráefni til að vinna úr, ekki mað- urinn, hugsjónir hans, lífsbarátta né framtíð. Hún var jafnvel fullkomnust þegar hún gat strokið út úr mynd sinni bæði náttúruna og manninn, svo að hvorugs auðkenni sæjust þar leng- ur. Adrian Leverkiihn er þessi lista- mannshugsjón holdi klædd. Tónsmíð- ar hans eru fegurðin í hreinrækt. Og hver varð ávöxturinn? „Hugvit sund- urleyst í töfra“, dauður útreikningur sem ekki snart neins manns hug né hjarta, fann ekki bergmál í neinu brjósti, en gerði höfund sinn örvingl- aðan. Óteljandi staðir eru í Doktor Faustus þar sem gerð er grein fyrir listsköpun Adrians og eðli hennar. Thomas Mann leiðir menn þar inn í mikla galdrasmiðju og sjónhverfinga- stöð. Þar er öllum efnum og litum, illu og góðu, blandað í talnalegum hlutföllum, öll náttúrleg efni leyst úr samböndum sínum, fegurðarlögmál öll sem fyrir eru brotin, svo að listin verður andhverfa og skopstæling sjálfrar sín, gerðar nýjar og nýjar til- raunir, allt með það fyrir augum að sjá nýjar formmyndanir, höndla „full- komnun“ og birta töframátt. Innihald kemur ekki við sögu: sýndin, blekk- ingaráhrifin, er allt sem máli skiptir. „I listaverki er margt sýnd, það mætti ganga lengra og segja, að það sé sýndarlegt í sjálfu sér sem „verk“___ hvort mun ekki öll sýnd, líka hin feg- ursta, og einmitt sú fegursta, vera orð- in að lygi nú á dögum“, segir Adrian á einum stað. Enginn kostur er þess hér né þörf að gera grein fyrir list Adrians, en til þess aðeins að nefna dæmi skal vitnað í kafla úr verki hans, Opinberun Jóhannesar, sem svo er lýst að þar „komi hver tónn úr engla- kórnum á himnum líka fyrir í djöfla- hlátrinum í víti í nákvæmri samsvör- un“. Og söguskrásetjarinn vinur Adríans bætir við: „Þetta er Adrian Leverkiihn allur. Þetta er sú list sem liann er fulltrúi fyrir, og hin djúp- hugsaða samsvörun er útreikningur upphafinn í leyndargaldur“. Fegurðin hefur hér snúizt upp í háðung við sjálfa sig, endar í hreinrækt sinni í mótsögn og afneitun sjálfrar sín. Thomas Mann hafði oft í fyrri verkum sínum dregið ályktanir af andstæðum lífs og listar og fylgt lista- manninum eftir út á braut einangrun- 254
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.