Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Qupperneq 140

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Qupperneq 140
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann hættir að hlýðnast gömlum yrkisvenj- um finnur hann sig frjálsari á margvíslegan hátt. í kvæðinu Rímþjóð líkir hann ríminu við ok sem þjóðin hafi borið meðan hún var ánauðug og segir: Loks opnaðist veröldin mikla og huldan steig frjáls út úr dalnum — þá sökk hennar rím eins og steinn með okinu niður í hafið. Ekki er víst að Jóhannes vilji láta líta á þessa hugmynd sem vísindi eða sannindi þó að honum þyki gaman að varpa henni fram í kvæði sínu. En að minnsta kosti hefur honum fundizt hann þurfa sjálfur í bili að létta af sér „oki rímsins". Ef Sjödægra er borin saman við ljóð hinna yngstu skálda sem lengst ganga í formbyltingu sést að viðhorf Jóhannesar til ljóðagerðar er í grundvallaratriðum óbreytt og skynjun hans háð sömu lögmálum og áð- ur. Hann brýtur hvergi upp málmyndirnar sjálfar til að leysa þær úr gömlum sambönd- um og skipa þeim saman allavega á nýjan leik. Ljóð hans eru ekki spegilsalur þar sem hver myndin skásníður aðra og ljós og skuggar brotna svo margvíslega, að þeim sem ekki hefur auðnazt ný sjón finnst allt komið í glundroða og hvergi ljóst sköpulag á ljóðmyndinni allri. Kvæði Jóhannesar í þessari bók hafa einskis misst af ljósri hugs- un. Endurnýjun formsins er ekki gerð í því skyni einu að vekja á sér nýja athygli eða gera kvæðin nýstárleg, eða af formsköpun- arástríðu í sjálfu sér, heldur til að gera yrk- isefnið ijósara og hreinsa ljóðið af öllu óvarðandi meginhugmynd þess. Einn mest- ur sigur Jóhannesar með Sjödægru er ein- mitt sá að kvæði hans þar hafa öðlazt nýjan skýrieika, þau eiga einfaldari og ljósari heildarmynd en áður. Ýmsum kann að þykja það skeikull mæli- kvarði á ljóð eða annað listaverk að meta það eftir því hve Ijóst það er í hugsun og framsetningu. Mestu listaverk séu oft og tíðum hin torskildustu og krefjist af njót- anda sínum djúprar skyggni. Þetta er að sönnu rétt. Eðli ljóðsins er að birtast í myndum, og getur í sjálfu sér virzt í mót- sögn við skýra hugsun, ef með því er átt við niðurskipun og útlistun, líkt og í ritgerð, þar sem hvert atriði taki við af öðru í rök- réttu samhengi. Því fer fjarri að átt sé við slíkt. Listaverk á sér skýrleika og samhengi annars eðlis. Jóhannes úr Kötlum býr yfir ríkara listamannseðli en svo að ljós hugsun í rökfræðilegri merkingu hafi verið hans sterka hlið. Ljóðmyndirnar hafa einatt svif- ið honum fyrir sjónum í hugarleiftrum sem átt hafa stundum bágt með að finna rétt samband, og utan á þessar oft björtu leift- urmyndir hefur margt viljað hlaðazt sem varnaði kvæðunum að verða ljós í heildar- mynd sinni og dró úr listrænum áhrifum. I stað þess að tengja myndir í ljósa heild fór hann kannski að útlista atriði eða rekja sögu — eða leyfa ásælnu rímorði eða hag- mælskulineigð að gera dálítinn útúrkrók. En hversu andstætt sem listaverk er rök- fræðilegri hugsun, svo að það jafnvel deyr ef hún lykur það örmum, fylgir það sjálft rökvísi annars eðlis sem ekki má bregðast, og þar í felst að myndir þess verða að eiga innra samhengi og að meginhugmyndin verður að vera ljós um leið og komið er auga á hana. Eftir Sjödægru að dæma hef- ur hið hefðbundna yrkisform verið Jóhann- esi úr Kötlum, eins auðveldlega og honum lék þó bragsnilldin, að einhverju leyti þvingun og varnað honum eðlilegs frjáls- ræðis. Að minnsta kosti er svo, að eftir að hann hefur stundað um nokkurra ára bil nýjar yrkisaðferðir, kemur hann með ljóð sem að skáldlegri sýn og listrænu formi taka langt fram því sem hann hefur áður ort, og má jafnvel kveða svo að orði að hann hafi ekki fyrr en nú notið sín fyllilega sem skáld. 330
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.