Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Lev1 Tolstoj greifi fæddist árið 1828 og var kominn af yfirstéttarfólki, en sú stéttar- aðstaða fékk illa samrýmzt mannkærleiks- hugsjónum hans. Sjálfur komst hann í þann vanda að eiga að vera í senn auðugur herra- garðseigandi með fjölda ánauðarfólks í þjónustu sinni og kærleiksríkur mannvinur, eins og hugur hans stefndi til, enda er sagt hann hafi gefizt upp á því. Lögregla keisar- ans hafði löngum illan bifur á honum og gerði meðal annars hjá honum húsrann- sóknir í f jarveru hans, og rússneska kirkjan lýsti banni á hann um aldamótin. Annars var liann um það leyti farinn að heilsu og andaðist 1910. Kona hans var af þýzkum asttum, 16 árum yngri en hann. Þau giftust 1862 og unnust mjög heitt framan af árum, en samvistir þeirra fóru síðar út um þúfur og hjónaband þeirra er talin fyrirmynd að ástarsögu Levíns í skáldsögunni um Onnu Karenínu. Nokkuð hefur komið út á íslenzku eftir Lev Tolstoj, og eru þar fyrirferðarmest Anna Karenína, Kósakkar, Kreutzersónatan og svo nú Stríð og friður, auk allmargra smásagna og smárita. Tolstoj byrjaði að semja Stríð og frið haustið 1863 og hafði þá undirbúið verk sitt um skeið, kynnt sér rækilega sögu þess tíma- bils sem hann lýsir í sögunni, en það er fyrst og fremst líf rússnesks yfirstéttarfólks í stríði og friði í upphafi 19. aldar, þegar Napoleonsstyrjaldirnar geisuðu. Sjálfur var hann í herþjónustu um skeið og gerþekkti lífið þar, enda gerast margar sögur hans meðal fólks úr hermennskustéttum og lýs- ingar hans þaðan verða jafnan lesandanum ljóslifandi; hann er ófeiminn við að lýsa 1) Óviðkunnanlegt er að hann er venju- lega nefndur Leo í þýðingum, en það er latnesk þýðing á hinu rússneska nafni hans, Lev, sem þýðir raunar Ijón, en er ekki í neinum tengslum við íslenzka nafnið Leifur. skítugum og blindum herferðum. Prófessor Sigurd Agrell í Uppsölum hefur sagt um Stríð og frið að aldrei fyrr hafi skáldsagnar- listin náð slíkri fullkomnun sem í því verki, með baksýn til heimssögulegra viðburða þeirra tíma: Austerlitz, Borodino, bruna Moskvuborgar. — Annars er þessi saga mik- ið verk, íslenzka þýðingin samtals hálft ní- unda hundrað síður, og því tilgangslaust að reyna að gera því nein skil eða lýsa því hér, miklu betra að benda mönnum á að lesa bókina sjálfa, en löngum hafa yfirgrips- miklar skáldsögur verið eftirlæti þeirra sem hafa gaman af að liggja í bókum. Þess er áður getið að þýðing Leifs er gerð eftir tveim þýðingum úr rússnesku. Ég hef ekki borið hana saman við erlendan texta, en það virðist augljóst af lestri bók- arinnar að þýðandinn hefur vandað vel til verksins, sums staðar þó líklega lagt sig óþarflega mikið eftir að fylgja erlenda text- anum nákvæmlega og þess vegna hleypt fram hjá sér kvikindisklausum eins og þess- ari: „Pétur, sem fann sig vera algerlega utangátta í þessu umhverfi og vissi það eitt, að heimili Onnu Pavlovnu var samkomu- staður þess fólks, sem mestu réði um siði og háttu aðalsins í Pétursborg, var með eins mikla ofbirtu í augum og bam, sem kemur inn í leikfangabúð." (I. bd., 15. bls.) Ann- ars er þýðingin yfirleitt góð og gallar sem þessi eru ekki margir. Orðaforðinn er mikill og orðaval gott, setningaskipan oftast eðli- leg og lipur, stfllinn í heild viðfelldinn og málið gott. Persónur sögunnar eru margar, en allt um það er söguþráðurinn ekki flókinn. Þó held ég að æskilegt hefði verið að hafa ein- hvers staðar aðgengilega skrá um helztu sögupersónurnar og afstöðu þeirra innbyrð- is, einkum þar sem mörgum gengur erfið- lega að muna rússnesk nöfn og greina milli þeirra. Prófarkalestur er mjög misjafn á bókun- 334
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.