Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 146

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 146
TIMARIT MALS OG MENNINGAR sendikennari í norsku við' Háskóla íslands. Hann er íslenzkumaður góður og hefur fengizt við þýðingar úr íslenzkum nútíma- ljóðum og þýtt á móðurmál sitt, nýnorsku, en næst færeysku er hún líkust íslenzku allra mála. Orgland er skáld gott og hefur í Islandsdvöl sinni meðal annars gefið út ljóðabók, Lilje og Sverd. Annars hefur hann mest fengizt við skáldskap Stefáns frá Hvítadal og kannað hann, og mun að vænta einhvers frá honum um það efni. Á sextugsafmæli Davíðs Stefánssonar kom út á forlagi Helgafells úrval af kvæðum í þýðingu Ivars Orglands, úrval úr öllum kvæðabókum Davíðs, en hann kallar þó ekki verk sitt þýðingu, heldur „Norsk omdikt- ing“. Bókin ber heiti sitt eftir fyrsta kvæð- inu. Bókin hefst á stuttum og greinargóðum inngangi um Davíð eftir þýðandann, þar sem hann gerir grein fyrir verkum skálds- ins og vinsældum þess. Orgland hefur einn- ig ritað um hann í norsk og sænsk blöð, enda veit hann sem er að fáir munu verða til að kynna íslenzka nútímaljóðlist í Nor- egi, ef ekki væri hann. — Ég skal þó skjóta því hér inn í að Orgland er ekki eini norski ljóðaþýðandinn sem valið hefur sér verk- efni úr íslenzkum bókmenntum, því að öld- ungurinn Hans Hylén gaf út á stríðsárunum (1944 í Stafangri) safn af þýðingum sínum úr íslenzku á nýnorsku, þar sem hann hefur valið kvæði eftir 26 Ijóðskáld frá Bjarna Thorarensen og Bólu-Hjálmari til Tómasar Guðmundssonar og Margrétar Jónsdóttur. Þýðingar Orglands í „Eg sigler i haust“ eru fjórir tugir talsins og virðast flestar vel gerðar og nákvæmlega, en ekki skal ég dæma um svip ljóðanna í augum þeirra sem eiga sér nýnorsku að móðurmáli, — ég gæti trúað að þeim sem vanir eru danskri norsku (eða dönsku með norskum afbökunum) einni saman kæmu þýðingar þessar rusta- lega fyrir sjónir, rétt eins og íslenzka eða færeyska. En í augum íslendinga skín víða í gegn frumtextinn og skyldleiki málanna, hinn upphaflegi búningur hugsananna, þó að ekki sé þar með sagt að það væri auð- gert að snúa ljóðunum aftur úr nýnorsku á íslenzku; verk þýðandans er einmitt fólgið í því að breyta hæfilega litlu til að ljóðið haldi sér, en þó nægilega miklu til þess að það er komið á norsku, en er ekki lengur á íslenzku. Og jafnvel í kvæði með svo ramm- íslenzku efni sem kvæðið um Krumma helzt myndin óbjöguð, þannig að íslenzka orðið krummi verður þar sérheiti þessa svarta kunningja okkar, eins og það er líka oft notað í íslenzku. Onnur kvæði sem ef til vill eru kunnari öðrum ljóðum Davíðs á ís- lenzku og minna má hér á í þýðingunni, eru til dæmis Abba-labba-lá, sálmurinn „Ég kveiki á kertum mínum", Litla kvæðið um litlu hjónin, Dalakofinn, og síðast en ekki sízt Blítt er undir björkunum. Loks er ljóð- bundin þýðing á prolog Gullna hliðsins. Það er annars lítið gagn að því að telja upp þýðingar einstakra kvæða, betra að setja hér að lyktum sýnishorn, Sjá, dagar koma, ár og aldir líða: SjS, tider kjem, og Sr og dagar lider, som ingen stoggar; trutt vi fylgjer med. I Sndsens djup dei dulde krefter biar. Den st0rste visdom bödar liv og fred. I tusen Sr vár tjod har livet vága. Mot naud og liding gjekk ho, djerv og sterk. I hennar kyrkje heilagstjernor logar, og hennar liv er evig underverk. Þeim íslendingum er þykjast hafa varp- að frá sér flestum hleypidómum — þar með hleypidómum gegn nýnorsku — og vilja kynna sér þá tungu, gefst vart heppilegra lesefni í upphafi en nýnorskar þýðingar á alkunnum íslenzkum Ijóðum. Árni BöSvarsson. 336
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.