Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 50
ÁRNI BERGMANN aldrei orðið nógu kröfuharður til sjálfs sín, enda má hann vita að „ein vel gerð blaðsíða í heilu ævistarfi jafngildir kraftaverki“.7 Um leið felst í þessari skyldu krafa um sjálfstæði, um innra frelsi, sem í senn bannar höfundi að lúffa fyrir valdboði og freistingum vinsældanna. Hann rís gegn ritskoðun- artilburðum bæði stjórnvalda og markaðsstjóra og ætlar sér að taka mark á sígildri viðvörun Byrons til skálda: vertu aldrei hóra almenns smekks. En hvað merkir þá sú skylda að „láta aðra rithöfunda í friði?“ Ef til vill það fyrst, að ekki sé við hæfi að rithöfundur ætlist til þess að starfsbræður séu á sama róli og hann sjálfur. Þetta gæti virst annar sjálfsagður hlutur: er skáldi ekki best hvort sem er að vera eitt á ferð og láta nærveru annarra ekki trufla sig um of? Að vísu - en gleymum því ekki að Halldór Laxness lifði ungur þá tíma þegar skáld hlupu gjarna saman í félög, bjuggu til hrokafullar stefnuskrár um þær bókmenntir sem þau töldu heiminn mest þurfa (þ.e.a.s. sín eigin verk) og reyndu offar en ekki um leið að slátra öðrum skáldaklúbb- um af mikilli grimmd, ásamt þeim höfundum sem töldust fallnir í synd hefðarinnar (um þetta efni má vísa í stefnuskrár fútúrista, súrrealista o.fl.). í annan stað getur þessi „höfuðskylda“ minnt á að réttast geri rithöfundar í því að abbast ekki upp á aðra rithöfunda til að reyna að hafa þá undir í þeim slag einstaklinga um athygli, sem hefur löngu tekið við af erjum skáldafélag- anna. Hér skal rétt minnst á tvö víti að varast, tvo ffæga rithöfunda sem hafa látið mörgum herfilegum látum til að troða skóna af starfsbræðrum: Norman Mailer og Vladimir Nabokov. Altént er þarft að hafa það í huga, að grimmt stríð um athygli í fjölmiðlum er, þegar að er gáð, einatt meiri ff iðarspillir milli skálda en pólitískur ágreiningur var fyrir daga þess skoðanaleysis sem við nú lifum. Og hefur svo lengi verið, eins og hver sá man sem lesið hefur til dæmis lýsingar í skáldsögum Balzacs á listalífi Parísarborgar fyrir hundrað og sextíu árum. Slíkur athyglisslagur með viðeigandi meinfysni er vissulega til þess fallinn að draga starf rithöfunda niður í vitund manna og næsta eðlilegt að hver sá reyni að sneiða hjá honum sem vill veg bókmennta mikinn í sínu landi og heiminum. Annað mál er að sú skylda „að láta aðra í friði“ getur varla talist meðmæli með því að rithöfundar lofí það sem aðrir skrifa eða þegi ella. Halldór Laxness lá ekki sjálfur, hvorki fyrr né síðar, á skoðunum sínum um ýmislegt í þróun bæði ljóðlistar og skáldsögu sem honum var lítt að skapi. En við munum ekki betur en hann reyndi þá sem offast að halda sér við það kristilega framferði að skamma syndina en hlífa syndurunum sjálfum - til dæmis þeim sem skrifa „this nauseating trash that calls itself modern novel-writing“ eins og segir í svari Halldórs við bandarískri spurningu um dauða skáldsögunnar frá 1958.8 Kannski er þá bersyndugum kollegum hlíff með því einfalda ráði að nefna þá ekki með nafni. 48 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.