Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 138
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Sannleikurinn: Eg vakti á því athygli í greininni um heimskuna, að því er ég hélt af græskuleysi, hversu stutt einber nafnaskipti hrykkju; nýju orðin tækju óðar á sig blæ hinna eldri. Fyrir nokkrum árum sagði mér til dæmis reyndur kennari hvemig orðið „þroskaheftur", sem þá var í tísku, væri orðið hið versta skammaryrði á leikvellinum, en orðið „hálfviti“ einungis notað um þá sem væru svolítið „töffVæri það merki um „takmarkanir hefðbundinnar eðlis- hyggju" að benda á að ímynd Guðna Elíssonar myndi naumast breytast mikið til lengdar þótt hann tæki upp eitthvert fífilbrekkulegranafn, svo sem Blær eða Hlér (eins og sonur minn!)? „Um allar sagnir hallaði hann til en ló frá víða“, segir um Gunnar Lamba- son í Njálu. Því miður eru alltof mörg dæmi um ónákvæmni, getsakir og rangfærslur í endursögn Guðna á skoðunum mínum. Þau sem ég hef rakið hingað til eru þó ef til vill ekki djúptækrar þýðingar íyrir rökfærslur mínar eða hans, að minnsta kosti ekki miðað við þær sem ég neyðist til að afhjúpa í næstu tveim köflum er fjalla um meginefnisatriðin í grein Guðna. III Það er ekki hlaupið að því að greina milli aðal- og aukaatriða í nýrnmörssuðu Guðna. Að baki öllu kurri hans og köpuryrðum þykist ég þó mega greina tvö meginefnisatriði sem snúast annars vegar um meintaforsjárhyggjumína, sem sé ógn við fræðasamfélagið, og hins vegar fyrirlitningu á tilteknum bókmenntum ogbókmenntafræðum ertengjast að mér skilst einkum svört- um skáldkonum. Einhvem tíma heyrði ég að (karlkyns) háskólakennarar tryðu jafnan að óreyndu þrenns konar söguburði um kollega sína: að þeir hefðu lagst í drykkjuskap, lamið konur og vegið að akademísku frelsi. Þar sem Guðni ber upp á mig tvö síðari átöluefnin (annað að vísu í óeiginlegri merkingu!) verð ég að fá að bera hönd fyrir höfuð mér áður en þau verða að almæltum tíðindum um ógnvaldinn Kristján Kristjánsson. Algengt er að í siðareglum starfsstétta séu ákvæði um félagslegar skyldur. Hjúkrunarfræðingar hafa meðal annars einsett sér að miðla heilbrigðis- fræðslu til almennings, sjúkraþjálfarar að stuðla að bættu heilbrigði í sam- félaginu og svo framvegis.9 Eins og áður hefur komið fram velti ég fyrir mér í greininni „Að lifa mönnum“ tvennskonar hugsanlegum félagslegum skyld- um háskólakennara: annars vegar til að velja sér rannsóknarefni sem nýst geta samfélaginu í kringum þá, andlega eða efnislega, og hins vegar til að veita almenningi lýðfræðslu og vegsögn á máli sem hann skilur. Rökin sem ég fitja upp á fyrir því að þessar skyldur hvíli á háskólakennurum felast, fyrir utan almennar nytjastefnuforsendur mínar, annars vegar í höfnun á hug- myndinni um rannsóknir rannsóknanna vegna - sem og menntun mennt- 136 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.