Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 14
12
HÚNAVAKA
1 skálanum hjá bátunum eru svo ýmis veiðarfæri, bæði er notuð
voru við hákarlaveiðar og þorskveiðar svo og nokkrar gerðir at sela-
skutlum og haglabyssum.
í skála byggðasafnsins vekur mesta athygli baðstofan frá Syðsta-
Hvannni. Hún er byggð urn 1873 og búið í henni fram yfir miðja
þessa öld. Hún var rifin og sett upp í byggðasafninu í sinni upp-
runalegu gerð, þannig að hver spýta er á sínum stað. Það mun vera
í fyrsta sinn, sem heilt lnis er sett upp til sýningar og varðveizlu á
þennan hátt. Þetta þótti veglegt hús á sinni tíð, vel byggð, hærri í
mæni og breiðari en baðstofur almennt voru. í baðstofunni er allur
eðlilegur búnaður, upptekin rúm með sængurfatnaði, brekán yfir,
útskorin fjöl við hvern stokk, kistill til fóta. Á hillum eru askar,
ullarkambar og snældustólar. Rokkur, hesputré, kembulár við
stokk, kolla undir rúmi, vefstóll í fremsta stafgólfi. í hjónahúsi auk
þess guðsorðabækur á hillu og meðalaglös íbúunum til tímanlegrar
og eilíflegrar heilsugæzlu svo sem vera ber á góðu heimili.
En livar er fólkið? verður manni á að spyrja, þegar komið er inn
í baðstofuna. Það hlýtur að vera nýgengið út og skrýtið að hafa þá
ekki hitt það úti á hlaði! Allt er þetta svo eðlilegt. Baðstofulífið
verður ljóslifandi fyrir manni, hvert rúm setið, táið, kembt og
spunnið, undið, fléttað og ofið. Kannske húsmóðirin við hannyrðir
meðan húsbóndinn les við ljósið í dyrastafnum. Við tökum eftir, að
dyratréð hefur sviðnað. Ósjálfrátt kemur manni í hug vísa breið-
firzku skáldkonunnar:
„Ein þegar vatt og önnur spann
iðnin hvatti vefarann.
Þá var glatt í góðum rann
gæfan spratt við arinn þann.“
Stofan frá Svínavatni í A-Hún. er sett upp í einu horni sýningar-
skálans. Hún er byggð um 1830 af vönduðum viðum og sérlega góðu
handbragði. Þótt okkur finnist ekki þar inni hátt til lofts né vítt
til veggja mun hún þó liafa verið stærri og veglegri en stofur á
flestum öðrum bæjum, enda þinghús og samkomustaður sveitar-
innar.
Það sem ég tel sérstakt við Byggðasafn Húnvetninga og Stranda-
manna eru þessi luis, sem sett eru upp í sínu upprunalega formi til