Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 157
HÚNAVAKA
155
aði langa hríð skipulagða ræktun Austanvatnahrossa heima í Skaga-
firði og fékk því áorkað, að þau voru tekin til stofnræktunar á kyn-
ltótabúi ríkisins á Hólum í Hjaltadal.
Upp úr síðustu aldamótum, munu Húnvetningar hafa verið bei-
ur ríðandi, en flestir aðrir landsmenn, kennir þar efalaust áhrifa
frá Jóni Ásgeirssyni á Þingeyrum og öðrum frægum hestamönnum
héraðsins. Á fjórða áratugnum seig þó mjög á ógæfuhlið víðast í hér-
aðinu, féð drapst úr mæðiveiki, mjólkurframleiðslan ekki komin til
sögunnar og hrossum fjölgaði, þar sem jarðir urðu ekki nýttar með
öðru móti. Hrossamergðinni fylgdi það, að skipulögð hrossarækí,
sem framkvæmd hafði verið undir leiðsögn Theodórs Arnbjörns-
sonar, fór út um þúfur. Þeir búskaparhættir fóru að viðgangast að
graðhestar gengu lausir allan ársins hring og fyljuðu þær hryssur
er þeir náðu til. Margir Jressara hesta voru sannkallaðir vndræða-
gripir og unnu stofninum verulegt tjón. Þó var gæfuleysi Húnvetn-
inga í hrossarækt aldrei svo mikið að engir sinntu henni. Þar ber
fyrst að telja Sigurð Jónsson frá Brún. Hann fluttist ungur úr hér-
aðinu, en lánaðist að hafa með sér hross úr búi föður síns, af svo-
kallaðri Stafnsætt. Sigurður ræktaði hross sín af óþrjótandi elju og
fórnfýsi við lítinn skilning margra samlerðamanna og örðugar að-
stæður að ýmsu leyti. Lánaðist Sigurði að fá fram einstaklinga, sem
orðið hafa mjög kynsælir og heilladrjúgir í hrossaræktinni. Einn
þeirra var graðhesturinn Þokki, en til hans á mikill fjöldi góðra
hrossa ættir að rekja. Guðmundur Sigfússon eignaðist einn alkom-
anda Þokka, graðhestinn Feng. Fengur er ættfaðir hrossa Guðmund-
ar, en þau eru löngu þjóðkunn, þar sem Fengur reyndist mjög far-
sæll og mikill kynbótahestur. Það var mikið óhapp, að Fengur hlaut
ekki þann heiðurssess, er honum bar meðal íslenzkra kynbótahesta,
fyrr en hann var orðinn fjörgamall og þess vegna ekki notaður
nægilega mikið. Margir stóðhestar hafa komið fram, út af' Feng og
yfirleitt lánast vel, frægastur þeirra er Sörli, eign hins frábæra rækt-
unarmanns Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki. Sörli stóð efstur
unghesta á Fjórðungsmóti á Einarsstöðum og efstur afkvæmalausra
stóðhesta á Þingvöllum 1970. Jón bóndi Sigurðsson í Skollagróf í
Arnessýslu keypti á Brandsstöðum hryssuna Hremsu. Hún var
sonardóttir Þokka og föðursystir Fengs. Þau kaup urðu íslending-
um mikið happ, því að reisn og gæðingskostir Hremsu vöktu áhuga
Jóns á þessu hrossakyni. Síðan hefur hann unnið markvist að rækt-