Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 211
HÚNAVAKA
saumastofan Viola frá Pólar-
prjóni á Blönduósi.
Saumastofan hefur starfað nær
óslitið, utan einn mánuð er verk-
el’ni var eigi fyrir hendi. Nú eru
saumaðar þar svonefndar Karv-
in-kápur úr ullarvoðum.
Starfað hafa að jafnaði 10—20
konur við fyrirtækið. Flest hús-
mæður.
Hér birtist úrdráttur úr dagbók
skipsins Örvars frá Höfðakaup-
stað. Skipstjóri er Guðjón Eben-
esarson. En í þessari veiðiferð
var stýrimaðurinn í afleysingu
með skipið, Birgir Þorbjörnsson
frá Flankastöðum. Hann segir
frá viðskiptum íslenzka varð-
skipsins og fiskimanna við stór-
bretann á fiskislóðum.
Úr dagbók fiskiskipsins Örvars
frd Skagaströnd.
Fimmtudaginn 23. nóv. 1972.
Höfum verið að veiðum aust-
ur og aust-norðaustur úr Horni,
21 til 23 sjómílur í dag, þar til
kl. 16.00 er við urðum að hífa
vegna ásóknar átta brezkra tog-
ara, sem umkringdu okkur, eftir
að varðskip klippti aftan úr ein-
um þeirra. Einn þeirra renndi
með bakborðssíðu okkar og
grýttu skipverjar togarans, sem
stóðu fram á hvalbak, boltum,
skinnum og róm yfir okkur, en
209
þeim tókst ekki að valda tjóni á
skipi eða skipshöfn. Togarinn
var frá Fleettvood og hét Vir
Victory.
Viðtal við Birgi Þorbjörnsson,
er var skipstjóri á Öruari pessa
ferð.
Veður var gott. Það var kaldi
á suðaustan. Þarna voru 8 brezk-
ir togarar á veiðum, en við vor-
um eina skipið af íslenzkum
fiskiskipum. En áður en jreir
lögðu til atlögu við okkur, voru
þeir búnir að eltast við varðskip-
ið Óðinn, sem var búið að skera
aftan úr einum þeirra. En þeir
náðu eigi til að valda því tjóni.
En þegar þeir voru að gefast
upp við að eltast við það, Jrá
heyrðu þeir á varðskipinu, að
þeir voru að tala um sín á milli
í talstöðvunum, að keyra á ís-
lenzka skipið, eða gera því ein-
hvern óskunda. Kom nú varð-
skipið á fullri ferð og kallaði til
okkar í hljóðnema að við skyld-
um vara okkur á brezku togur-
unum. En við vorum jrarna að
toga og hífðum ekki strax upp.
Svo komu togararnir. Þeir
keyrðu þarna allt í kringum okk-
ur. Einn keyrði rétt fyrir framan
stefnið. Þá var sýnilegt, að það
borgaði sig að fara að hífa upp
og vera ekkert að standa í Jressu,
og það gerðum við.
Þeir gerðu fátt á meðan. Einn
14