Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 50
48
HÚNAVAKA
Lauk svo þessari samkomu og' rölti hver heim til sín.
Nú fóru í hönd nýir tímar og margir gerðust vinstri sinnaðir og
það varð skólapiltur sá, er andmælti Kiljan, eins og margir fleiri.
En von bráðar komu út bækur Halldórs Laxnes, Þú vínviður
hreini 1931 og Fuglinn í fjörunni 1932, er síðar hafa hlotið nöfnin
Salka Valka og Sjálfstætt fólk. Þessar bækur gerðu höfundinn að
mesta sagnaskáldi voru.
Höfuðlína þeirra var eigi ástamál, svo sem er í mörgum skáldsög-
um, heldur aðalleiksvið þeirrar baráttu, hinna vinnandi stétta, þeg-
ar aldagamalt þjóðskipulag var að hrynja. Enn virðist mörgum að
hann greini þar margar persónur Ijóslifandi, er hafa lifað vor á
meðal.
Aðeins eitt skáld hafði fyrir aldamót tekið þetta mál fyrir, Gestur
Pálsson, í Blautfiskverzlun og bróðurkærleikur í Reykjavík 1888.
Hér var baráttan vegna sjómanna frá smáútveg til stórútvegsins.
Eða árabáta til skútu- og togaraútvegs. Þar sem margur hafði verið
sjálfs síns húsbóndi, en nú þurfti að fá vökulög. Barátta þeirra, er
verkað höfðu fiskinn sjálfir, eða heima hjá sér fyrir aðra, en urðu
nú að vera vinnufólk á reitunum. Hér er skáld, er tekur þessi mál
til meðferðar.
Sama gegnir um Bjart í Sumarhúsum, er brýzt til þess að verða
bjargálna, en þegar hann ætlar að fara að búa í húsi á nútíma vísu,
þolir búið það ekki. Þetta var staðan fyrir meiri hluta bændstéttar-
innar, er fóru síðan í Kreppulánasjóð.
Andstæðingar skáldsins fundu honum til foráttu, að það vantaði
rómantíkina í skáldskapinn og fegurðarskyn. Lýsingar Halldórs
væru hráar og mörgum fannst þær ljótar. Þar væri flest neikvætt. Þó
sagði við mig mikill gáfumaður í bændastétt, „enginn nær betur
hugsanalífi voru, en Kiljan. Svona hugsum við.“
Mér fannst sjálfum, það heimskulegt hjá skáldinu, er hann lætur
Bjart þylja rímur yfir tíkinni, er höfðingarnir eru með sálmasöng
og bænagerð heima á bænum, er draugurinn ríður þar húsum. En
ég reyndi sannleika þessa, er ég sjálfur talaði mér til afþreyingar
oft við hundinn minn, á mínum löngir hestferðum. Þá eigi sízt að
næturlagi, er heiður var himinn og mánaskinið brá silfurblæ á
hrímislegna jörð. í kyrrð nætursvalans var þetta mér óblandin
ánægja.
Þessar skáldsögur Halldórs höfðu mikil áhrif og leiddu fram á