Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 166
164
HÚNAVAKA
Jóna Rannveig Eyþórsdóttir, Stóra-Búrfelli, andaðist 14. júlí að
H.A.H. Hún var fædd 29. júlí árið 1894 að Stóru-Þúfu á Snæfells-
nesi. Foreldrar hennar voru hjónin Eyþór Einarsson, bóndi og kona
hans jónína Jónsdóttir. Jóna ólst upp hjá foreldrum sínum, er bjuggu
lengst af á Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu svo og á Svarfhóli í
sömu sveit. Árið 1912 fluttist hún norður í Húnaþing og réðist sem
kaupakona að Stóru-Giljá og síðar að Beinakeldu. Árið 1921 flutti
hún að Stóra-Búrfelli og gerðist bústýra hjá Daníel Þorleifssyni
bónda. þar. Átti hún heimili sitt þar til æviloka. Eignuðust þau tvær
dætur, en þær eru: Ingibjörg Þórleif gift Gísla H. Jónssyni bónda
á Stóra-Búrfelli og Þórey búsett á Blönduósi.
Jóna var velviljuð og heilsteypt og kærleiksrík móðir barna sinna.
Sr. Árni Sigurðsson.
ÞINGEYRARKLAUSTURSPRESTAKALL
Sigrún Björnsdóttir Laxdal, fyrrv. fulltrúi Reykjavík, andaðist í
Reykjavík 20. febrúar. Hún var fædd 16. júní árið 1899 að Bjarna-
stöðum í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Sigurðsson,
bóndi þar og kennari, síðar á Litlu-Giljá og kona hans Sara Þorleifs-
dóttir, er ættuð var úr Arnardal vestra. Sigrún ólst upp á Bjarna-
stöðum, en árið 1913 varð faðir hennar úti og stóð þá móðir hennar
ein uppi með barnahópinn, en systkini Sigrúnar voru þrjú. Ung að
árum fór hún til Akureyrar og stundaði nám við Gagnfræðaskólann.
Sóttist henni námið vel. Einkum var henni náttúrufræðin hugleikin
og unni hún þeirri fræðigrein til æviloka. Að loknu námi í Gagn-
fræðaskólanum réðist Sigrún til Landsímans á Akureyri, þar sem
hún vann til ársins 1924, en þá giftist hún Eggert Laxdal, listmál-
ara á Akureyri. Stofnuðu þau heimili sitt þar, en fluttu skömmu
síðar til Frakklands. Bjuggu þau um nokkurra ára skeið á Suður-
Frakklandi. Unni hún þessu sólríka landi alla ævi. Þar stundaði
hún m. a. náttúruskoðun og lærði franska tungu til hlítar. Var hún
og víðlesin í frönskum bókmenntum.
Eftir heimkomuna til íslands réðst hún aftur til Landsímans, þar
sem hún vann, þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Var hún
skipaður fulltrúi við Landsímann, vegna hæfni og dugnaðar. En
það var í fyrsta skipti, er kona hlaut þá stöðu.
Eignaðist hún tvö börn, Eggert, sem búsettur er í Reykjavík, ókv.