Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 125
ELÍN SIGURÐARDÓTTIR:
Gamli maéurinn og
Gamli maðurinn haltraði til og frá um hlaðið á Hlíðarenda. Það
var liðið að dagmáli; skyldu piltarnir ekki vera búnir að mjólka
kýrnar, hugsaði hann? Litlu krakkarnir voru komnir á fætur og
léku sér við Drífu, en Drífa var uppáhaldshundurinn þeirra. Við
hana gátu þau leikið sér, án þess að verða hrædd um, að hún biti
þau.
Gamli maðurinn brosti, og varð hugsað til lternskuára sinna.
Hann var í heiminn borinn, þegar fátæktin var nær alls ráðandi,
og móðir hans, sem var af fátæku fólki, átti ekki uppreisnarvon.
Hann minntist móður sinnar eins og í móðu, þar sem hún ýmist dró
hann eða bar á milli bæja. Einn góðan veðurdag, hvarf hún honum.
Oljós minning um svarta kistu og gröf, síðan stóran og þrekinn
mann, sem lyfti honum upp á hest fyrir framan sig. Og þá ókunn
andlit í litlum bæ, þar sem hann var í daglegu tali nefndur „niður-
setningurinn“. Á þessum stað ólst hann upp fram yfir fermingar-
aldur, en eftir það réð hann sig sem vinnuman á hinum og þessum
bæjum. I síðustu fimmtán ár, hafði hann verið á Hlíðarenda. Hann
kunni vel við sig þar og fólkið var gott við hann.
Tveir piltar komu skjögrandi með mjólkurbrúsa á milli sín.
„Ágúst, hvað gengur að þér,“ kölluðu þeir. „Við erum búnir að
mjólka. Farðu að koma þér í fjósið og moka flórinn." Ágúst, sem
var í daglegu tali nefndur Gústi, leit hægt og silalega upp. Tóbakið
rann niður úr nösunum og út úr munnvikjunum rann það niður
eftir hrukkum, sem kipruðust svo saman á hiikunni. Hann virtisí
hafa áttað sig á rennslinu, tók upp vasaklútinn sinn, og snýtti sér,
þó ekkert sérlega vel. „Jæja, eruð þið búnir að mjólka,“ tautaði
hann svo, og skeytti því ekki þótt piltarnir væru löngu komnir inn í
bæ. Hann drattaðist af stað. — Hvað skyldi hann vera lengi að labba
niður að fjósi?