Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 198
196
HtJNAVAKA
tryggingafélag, sem starfrækt er
á landinu, skuli hafa að lág-
marki kr. 20 millj. í framlögðu
lilutafé.
Þetta er að sjálfsögðu dauða-
dómur fyrir jafn lítið félag og
Byggðatrygging er. Hlutafé okk-
ar hefur aðeins verið kr. 290.000.
00. Virtist því ekki vera grund-
völlur lengur til að reka þetta
félag í óbreyttri mynd.
Aðalfundur samþykkti því að
félagið legði niður allar frum-
tryggingar, en samdi jafnframt
við Tryggingamiðstöðina h/f,
Reykjavík, um að yfirtaka allar
tryggingar Byggðatrygginga og
tryggði með því að viðskiptavin-
ir okkar verði fyrir sem allra
minnstum óþægindum við breyt-
inguna.
Iðgjöld, þjónusta og annað, er
lýtur að hinum almenna vátrygg-
ingataka verður allt hið sama og
áður var.
Ennfremur verður það fé, sem
hér kemur inn í iðgjöldum,
ávaxtað hér heima í viðkomandi
lánastofnunum.
Starfar því Byggðatrygging nú
sem umboð fyrir Tryggingamið-
stöðina h/f, Reykjavík, og vænt-
um við þess, að viðskiptavinir
okkar sjái sér enn sem hingað til
hag í því að hafa tryggingar sín-
ar áfram á okkar vegum.
TANKVÆÐING FYRIRHUGUÐ.
Mjólk ursamlagið:
Innvegin mjólk árið 1972 var
3.863.645 kg, sem er 2.5% meira
magn en árið áður. Meðalfita var
3.76%. Hæstu innlenggjendur
voru: Jóhannes Torfason, Torfa-
læk, 124.642 kg, fita 3.90%, Jón
og Zophanías, Iljallalandi,
68.125 kg, fita 3.73%, Jónas
Halldórsson, Leysingjastöðum,
67.856 kg, fita 4.07%, Sigurður
Magnússon, Hnjúki, 64.614 kg,
fita 3.73%, og Sigurgeir Hannes-
son, Stekkjardal, 63.348 kg, fita
3.92%.
Mesta meðalfita var lijá Braga
Haraldssyni í Sunnuhlíð, 4.11%.
A aðalfundi félagsins 1972 var
ákveðið að stefna að því að allir
mjólkurframleiðendur á svæði
Mjólkursamlagsins tækju í notk-
un mjólkurtanka, til kælingar og
geymslu á mjólk, svo fljótt sem
við væri komið. Nú þegar hafa
verið pantaðir um 85 slíkir
mjólkurtankar og er reiknað
með að taka þá í notkun í sumar
eftir því sem aðstæður leyfa.
Jafnframt verða keyptir tveir
tankbílar til mjólkurflutning-
anna og er áætlað að þessar fram-
kvæmdir kosti 20—25 milljónir
króna.
Sölufélagið:
Á sl. ári seldi S.A.H. slátur- og
S. Kr.