Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 41
HÚNAVAKA
39
menn hefur maður heyrt getið um. Skákáhugi hér í sýslu margfald-
aðist við árangur Friðriks Ólafssonar á sínum fyrstu frægðarárum,
og mikið var teflt. Skákþing Norðurlands hafa verið haldin hér
þrisvar, og fjölmörg önnur skákmót innanhéraðs og með þátttöku
utanhéraðsmanna. Allmargir aðkomumenn hafa heimsótt skákmenn
sýslunnar og teflt hér fjöltefli t. d. Friðrik Ólafsson. Heimamenn
náðu oft góðu vinnings hlutfalli á móti þessum snillingum, miðað
við skákmenn í öðrum héruðum. Tveir skákmenn héraðsins hafa
náð öðrum hærra á listabrautinni, þeir Jónas Halldórsson og Jón
Torfason.
Annar stór þáttur í starfi Ungmennasambandsins síðari ár, er
þátttaka þess og uppbygging skemmtanalífs í sýslunni. Með tilkomu
Húnavökunnar 1948 sköpuðust ný viðhorf í skemmtanamálum
sýslubúa. Þar eru skipulagðar skemmtanir einu sinni á ári, fjóra, —
fimm, — sex daga samfellt, að mestu með innanhéraðs kröftum og
hin síðari svo til eingöngu. Jafnframt því, sem hin einstöku félög í
héraðinu hafa fengið aðstöðu á Húnvöku til sýninga á sínum við-
fangsefnum, hefur Ungmennasambandið verið með sérstaka dag-
skrá — Húsbændavöku — á sínum vegum frá 1966. Efni þessarar
dagskrár hefur notið mikilla vinsælda, enda oftast vel til hennar
vandað. Ekki er það óalgengt að Húsbændavakan sé fjölsóttasta dag-
skrá Húnavöku, og er Jaað góður mælikvarði á dóm samkomugesta.
Húnavakan hefur hlotið verðugan sess í huga og athöfnum Hún-
vetninga, hún hefur verið félagsleg lyftistöng bæði starfslega og fjár-
haaslesa. Eins skal oa geta að Húnavaka hefur ætíð farið fram með
hinum mesta myndarbrag, skemmtiatriði í flestum tilfellum vel
unnin og hegðan samkomugesta ágæt, svo llngmennasambandinu
hefur verið hinn mesti sómi að.
Þótt framkvæmd Húnavöku sé raunar mikið fyrirtæki, hefur
Ungmennasambandið verið með margar og fjölbreytilegar skemmt-
anir aðrar, héraðsbúum til ánægju og skemmtunar. Get ég þeirra
ekki frekar, nema aðeins spilakviildanna er Sambandið gengst nú
fyrir þriðja veturinn í röð.
Spilakvöld þessi hafa náð miklum viusældum enda stór verðlaun
í boði. Er það mín trú, að fáir aðilar hér í sýslu gætu boðið upp á og
komið í framkvæmd jafn umfangsmiklum skemmtunum fyrir hér-
aðsbúa og Ungmennasambandið.
Samkomuhaldið hefur verið hiun fjárhagslegi lífgjafi starfsemi