Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 52
50
HÚNAVAKA
Halldór Laxnes hefur líka horfið til átthaga sinna í Mosfellssveit.
Hann mótaðist þar fyrst af heimili sínu og félagsanda. Það er hann
segir um þessa hluti, á vel við að komi í riti voru, er Ungmennasam-
bandið hér gefur út, því að ég tel efasamt, að allir hafi og geti samið
slíkan prestsseðil félagsins. En Halldór segir:
„Sá fyrirmyndar andi, sem jafnan hefir ríkt í Ungmennafélaginu
Afturelding í Mosfellssveit, hefur verið nokkurs konar súrdeig, sem
hefur gegnsýrt þetta byggðarlag af félagsdyggðum og bræðralagi,
samhjálp og þeim anda, að einn sé fyrir alla og allir fyrir einn í
sveitinni og enginn útundan. Allir sem hér fara að eiga heima, verða
snortnir þessnm anda. — Menn vilja helzt ekki fara héðan og kunna
vel við sig.“
Þarna hefnr og skáldið knnnað vel við sig, þó að hann dvelji oft
erlendis og sé heimsfrægur.
Þegar Halldór Laxnes kom til íslandsstranda á skipi, er var fánum
prýtt milli stafna, mátti segja er hann sté á land fósturjarðarinnar,
kominn heim með Nóbelsverðlaun í fanginu, eins og Jason með hið
gullna reifi. Þó jrótti það tíðindum sæta, er mikill mannfjöldi sam-
fagnaði honum, að fátt var þar um hina vísu landsfeður, er stjórn-
vitringar teljast. í það minnsta tóku þeir eigi til máls.
En er Halldór Guðjónsson var kominn heim, þá mun það varla
hafa verið honnm meiri gleðiauki til og sæmd, heldur en það er
Ungmennafélagið og sveitungar hans sóttu hann heim með blysför
og söng, sem vott þess að þeir samfiignuðu honum með þessa miklu
sæmd, er hann hafði hlotið fyrir ritstörf sín. Þótt þau séu umdeild
eins og önnur mannanna verk, þá hafa þau haft mikil áhrif meðal
vor.
Prófessor Magnús Jónsson, er var aldrei bókstafsbundinn, sem
guðfræðingur, né stjórnmálamaður og óragur við að láta hrifningu
sína í ljósi, sagði eitt sinn í tíma, við nemendur sína:
,,Ég var að lesa Vetrarmorgun, eftir Halldór Laxnes, í Sjálfstæðu
fólki. Mér var hugsað,“ sagði próf. Magnús, „ef prestar okkar gætu
skrifað og flutt svona kafla“. Ef það er rétt, sem þjóðsagan segir, að
skáldið hafi verið 1—2 mánuði með þessar 11 blaðsíður, þá má segja,
að vel skal til þess vanda, er lengi skal standa. En fáir menn ætla ég
jafn skyggna á listamenn orðs og anda í bundnu og óbundnu máli
og prófessor Magnús Jónsson.
Er ég lít þessa hugleiðingu mína, um mann, er ég hef aldrei