Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 38
36
HÚNAVAKA
ekki tekist að hafa upp. Á árunum frá 1905—1912 eru starfandi í
flestum hreppum æskulýðsfélög, sem starfa þó með all ólíku formi.
Málfundafélög eru algengust, bindindisfélög, kvenréttindafélög og
fleiri.
Þann 11. jan. 1911 er Ungmennafélagið Framsókn í Höskulds-
staðasókn stofnað. Aðalhvatamenn að stofnun þess voru, Sigurjón
Jóhannsson, Páll Jónsson og Magnús Björnsson, allir gagnfræðingar
frá Akureyri. Vel má vera að þetta sé fyrsta ungmennafélagið hér í
sýslu, og reyndar mjög trúlegt að svo sé, þvi að áðurnefndir stofn-
endur voru strax mjög framarlega í félagslífi hér, og vel til for-
ustu fallnir.
Seinna sama ár er svo undirbúningur hafinn að stofnun Sam-
bands allra æskulýðsfélaga hér í sýslunni, og 10 febr. 1912 boða
þeir Jón Kristófersson Köldukinn og Níels Jónsson Balaskarði til
undirbúningsfundar á Blönduósi. Undirtektir urðu góðar, níu fé-
lög sendu fulltrúa sína á þennan fund og var stofnun Sambands-
félags ákveðin. Rétt er að birta nöfn þeirra félaga, er sendu full-
trúa á fundinn, Málfundafélag Bólstaðarhlíðarhrepps, Málfundafé-
lag Svínavatnshrepps, Málfundafélagið Framtíðin, Málfundafélagið
Fjólan, Málfundafélag Sveinsstaðahrepps, Ungmennafélag Blöndu-
óss, Kvenréttindafélag Blönduóss, Framsóknarfélagið Laxdal og
Ungmennafélagið Framsókn.
Forustumenn þessara félaga hafa vafalaust gert sér ljósa þýðingu
samstarfsins fyrir félögin í heild.
Á þessum undirbúningsstofnfundi voru lögð drög að sambands-
lögum, kosin undirbúningsstjórn, er boðaði síðan til stofnfundar á
Blönduósi 30. marz sama ár. Þar var gengið endanlega frá stofnun,
lög samþykkt og kosin stjórn. Fyrstu stjórn Ungmennasambandsins
skipuðu, Jón Pálmason Ytri-Löngumýri, síðar bóndi og alþm. á
Akri, Hafsteinn Pétursson Gunnsteinsstöðum og Ingibjörg Bene-
diktsdóttir Blönduósi. Þar með var þessi félagsstofnun orðinn að
veruleika. Vafalaust hafa þessi samtengsl æskulýðsfélaganna orðið
þeim hvatning í starfi. Starfshættir samhæfðir og flest félögin
breyttu sínum lögum og felldu þau undir félagsramma U.M.F.Í.
Ungmennasambandið starfaði með allmiklum myndarbrag, allt
fram um 1930, en þá kemur lægð í félagsstarfið og frá 1933 til 1938
má segja að Sambandið sé ekki starfandi. Þótt starfsemi þess liggi
niðri þessi ár er samt allmikil félagsstarfsemi í sumum ungmennafé-