Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 76
74
HÚNAVAKA
snúa við með bílinn og iara þar yfir. Okkur sýndist að það mundi
fært yfir á vaðinu, en ekki sem bezt, þegar komið var þar rétt út
fyrir. Var á einum stað lítið mýrardrag með moldarskurði, sem yfir
varð að fara, en það álitu þeir samt að yrði hægt að laga svo til að
fært yrði.
Eftir þetta var haldið niður að Refsvinu, sem er allstór lækur, er
fellur í Norðlingafljót skamrnt fyrir neðan vaðið. Fellur hann í
gegnum litla tjörn, sem er kippkorn frá Fljótinu, en kemur senni-
lega úr allstóru vatni þar norðurfrá, sem við sáum þó ekki. (Seinna).
Refsvina á upptök sín í Arnarvatni litla og fleiri vötnum norður og
vestur á heiðum. 1 læk þessum átti að vera fullt af silungi eftir til-
vísun og átti nú heldur en ekki að veiða í soðið og voru veiðisteng-
urnar tilreiddar sem bezt menn kunnu og svo læðzt fram á bakkana
til að styggja ekki fórnardýrin. Guðmundur fór með aðra stöngina
og Lárus með hina. Það var sama, þó að þeir beittu öllum sínurn víð-
kunnu veiðibrellum, aldrei beit á. Þá var farið að skyggnast betur
um í læknum og leita, því að vatnið var tært og sá alls staðar í botn.
Loks tókst mér að hræða einn urriða út úr slýi upp við tjörn og
síðan annan og rak ég þá niður lækinn. Kom þá Guðmundur með
stöng sína vel tilreidda og ánamaðka spriklandi á önglinum og fer
að dorga fyrir þá. Lét annar líklega sem hann mundi gína við agn-
inu, en hafði ekki lyst á nema ánamöðkunum, þegar til kom og
leyfði önglinum. Horfðum við á þetta allt saman, en fengum ekki
að gjört. Varð við svo búið að standa. Þá var útséð um það, að við
hefðum silung úr Refsvinu til kvöldverðar og voru það ein von-
brigðin enn á Suðurlandi. Tókum við nú hestana og riðum upp
með Fljóti allt upp í Álftakrók og athuguðum leiðina og vöð á
Fljótinu á mörgum stöðum. Vegur reyndist ágætur eftir ásunum
upp með Fljótinu og vöð sæmileg nokkru fyrir neðan Álftakrók og
jafnvel fyrir ofan líka.
Þá héldum við í áttina til bílsins og fórum vestan í norðara Sauða-
fjalli og niður hjá allmiklu vatni eða tjörn, sem er á milli Sauða-
fjallanna. Ekki vissum við nafn á vatninu. Fórum við tveir og tveir
sinn hvoru megin við það til að athuga veginn, og áfram austan f
syðra fjallinu. Brátt sáum við hvar bíllinn stóð eins og nátttröll í
jaðrinum á Hallmundarhrauni. Þótti okkur staðurinn heldur eyði-
legur og ekki var stingandi strá fyrir hestana annars staðar en við
tjörnina. Við fengum okkur hressingu hjá Guðmundi og vorum hin-