Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 18
KRISTINN PÁLSSON, Blönduósi:
JHáttb er til heilla hezt
Milli jóla og nýárs kem ég upp á Héraðshæli og hitti Halldóru
Bjarnadóttur að máli.
Hún tekur á móti mér með sínum ljúfmannlega og frjálslega
liætti, sem er henni svo eiginlegur.
— Hana — gjörðu svo vel og tylltu þér, — í Hásætið. —
Ég setzt í gamlan, djúpan og bakháan stól, einn af mörgum göml-
um munum, sem inni eru hjá Halldóru.
— Ég er Norðlendingur. — Við eigum að halda okkar norðlenzka
framburði. — Ekki láta Reykjavík ráða öllu. — Og svo eru það
Vestur-íslendingarnir. — Þeir eru helmingi meiri íslendingar en
við. — Við eigum að gefa þeim eina jörð, þar sem þeir geta lifað og
leíkið sér eins og þeir vilja. — Heimurinn er orðinn svo lítill. —
Hann er orðinn eins og eitt kálfskinn. — Og sannið til, einn góðan
veðurdag fáum við yfir okkur fullt af útlendingum, og hvað er þá
mikið þó Vestur-íslendingar eigi eina jörð til að koma og dvelja á? —
Svona er hún Halldóra, lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi,
bein í baki og glöð í geði, lætur hún lítt á sjá með sínar hundrað
jólanætur að baki.
— En Iivenær komstu hingað á Hælið, Halldóra? —
— I>að var daginn fyrir gamlársdag 1955, sem flutt var inn í
nýja Héraðshælið hérna á Blönduósi. — I>á voru sjúklingarnir á
gamla Hælinu fluttir hingað og við tvær konur, gamlir Húnvetn-
ingar, hérna á Ellideildina á 4. hæð. Sigurlaug Guðmundsdóttir,
frændkona mín, frá Ási í Vatnsdal og ég með allt mitt hafurtask.
Lauga hafði ekki mikið hafurtask, hún átti fimm fósturbörn og
var búin að losa sig við búslóðina.
Síðan, þessi 17 ár, hef ég verið'hér í Kolkakoti, sem ég kalla stund-
um, því að Páli Kolka, lækni, á ég það að þakka. — Hann bjó svo