Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 117
HÚNAVAKA
115
og einlægu sorg, en vildi svo láta álftina sitja að eilífu á bakkanum,
til að sanna mér með þrásetu þar, það sem ég hugði ást.
Ég gerði mér allt í einu Ijóst að þær hugmyndir mínar áttu sér
engan stað í hinni frjálsu náttúru, sem enga uppgerð á til.
Og nú 19. marz 1959 hef ég Ioksins skrifað þessa frásögn, þegar
brátt líður að þeim tíma að aftur komi álftir fram í dalinn og enn
munu gerast ævintýr.
Og enn dvelst fólk í dalnum og heyrir og sér það, sem engin leik-
hús hversu góðum starfskröftum, sem liefðu á að skipa gætu túlkað.
Sigriður Höskuldsdúttir, Kagaðarhóli.
FLEYGIR.
Ég er alin upp í sveit til fullorðins ára, og hef því haft náin kynni
af mörgum okkar elskulegu húsdýrum, sem börnin í sveitinni hafa
svo oft tengzt nánum vináttuböndum. Oft svo náið að fullkominn
skilningur virtist ríkja, þó að tungan talaði sitt hvort málið.
Ég á hjartfólgnar minningar frá þessum mállausu vinum. Ég
sagði mállausum, sem er þó rangt, því að hver hefur sitt tungumál,
og misjafn er tónninn hjá hverjum, eftir því hvaða tilfinningar það
á að túlka. Ein af þessum síungu kæru minningum, er minningin
um hann Fleygir.
Hann var kominn á miðjan aldur, þegar ég man fyrst eftir hon-
um, og var hann dráttarhestur foreldra minna, brúnn að lit með
hvíta stjörnu í enni. Ekki var hann meiri fyrir mann að sjá en aðrir
hestar, og nafnið mun hann hafa hlotið af því, að skeið var honum
tamasti gangurinn, en á því var hann kastvakur nokkuð og oft var
þá haldið fast í faxið, þegar hann þreytti skeiðið. Man ég vel þegar
við systurnar teymdum hann við stóra bakþúfu, svo að hægt væri
að klifra upp, og alltaf var Fleygir jafn þolinmóður að standa kyrr,
þótt fleiri en ein þyrfti að komast á bak. Svo þegar allir voru seztir,
lallaði hann af stað og var þá stundum að hann þefaði af fótum okk-
ar, eins og hann vildi segja. Reynið þið nú að halda ykkur, þó að ég
greikki sporið.
Það er oft snúningasamt fyrir börnin í sveitinni að sækja hross,
reka kýr og ýmislegt annað, og þá er gott að eiga vini í hestahópn-
um. Alltaf var hægt að ganga að því vísu að geta beizlað Fleygir. í