Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 222
220
HÚNAVAKA
mæta muni, má þar til nefna
handavinnu, er unnin var á Ytri-
Eyjarskóla. Mest munar þó um
safn það, er frú Halldóra Bjarna-
dóttir, sú landskunna kona, hef-
ur ánafnað okkur. Gjafir hennar
verða sérstök deild í safninu.
Safnið á Kvennaskólalóðinni,
sem vonandi verður að raun-
veruleika áður en langt um líð-
ur, er að okkar mati, sem að því
vinnum, svolítið framlag frá
húnvetnskum konum til skólans
okkar, og vonandi einhver stuðn-
ingur um leið.
Við þökkum öllum, bæði fé-
lögum og einstaklingum, sem
stutt hafa að því, að þetta safn
kæmist upp. Og vonandi berum
við gæfu til að skilja þýðingu
þess, að haldið sé til haga göml-
um þjóðlegum verðmætum.
Þórhildur ísherg.
BYGGÐASAGA.
Unnið er að útgáfu tveggja
binda ritverks um Húnaþing.
Hafa samvinnufélögin og bún-
aðarsamböndin ásamt Sögufélag-
inu tekið höndum saman um
þessa útgáfu.
í fyrra bindinu verður m. a.
stutt héraðslýsing, saga sam-
vinnulelaganna, ungmennasam-
bandanna, kvenfélaganna og
kauptúnanna í A.-Hún. og V,-
Hún. Ennfremur þættir um ver-
búðir og sjósókn. Þá verður
fjöldi mynda og ráðgert er, að
hafa myndir af sem flestum hús-
ráðendum í kauptúnunum. Því
miður hafa of fáir þeirra enn lát-
ið mynda sig, en myndatöku
verður að ljúka í maí, í allra síð-
asta lagi. Yrði jrað mjög leiðin-
legt, ef myndir af mörgum kaup-
túnabúum vantaði í ritið.
I síðara bindinu verður saga
búnaðarsambandanna í A.-Hún.
og V.-Hún. og myndir af býlum
og ábúendum þeirra, ásamt ýms-
um upplýsingum um hverja
jcirð.
Mikill hluti fyrra bindis er
þegar farinn í prentun og er ráð-
gert að jrað komi út eigi síðar en
á hausti komanda.
Síðara bindið er einnig komið
vel áleiðis og ráðgert að jrað
komi út snemma'á næsta ári —
þjóðhátíðarárinu.
,S. Á. ].
FRÉTTAPISTILL FRÁ KVENNA-
SKÓLANUM Á BiLÖNDUÓSI.
í vetur starfar skólinn tvískipt.
Fyrra námskeið stóð frá október-
byrjun til jóla og síðara nám-
skeið liófst að loknu jólaleyfi.
Skólanum lýkur um mánaðamót
maí—júní. Fjórir nemendur eru
í heilsvetrarnámi. Eftir fyrra