Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 108
ÍOG
HÚNAVAKA
fyrr er nefndur. Andspænis inngangi, stóð í horni skálans gamall
bekkur, sem einu sinni hafði tilheyrt einhverri gamalli kirkju á
staðnum. Á vegglægju yfir bekknum geymdi ég tóbaksbirgðir mín-
ar, en svo hátt var til vegglægjunnar, að ég varð að stíga upp á bekk-
inn til að ná alla leið. Ætíð fór ég þessar aðdráttarferðir Ijóslaus,
því að húsbændunum var ver við ljósagang frannni í bænum seint
á kvöldin.
í raun og veru var mér heldur í niip vio öll dimm göng, sérstak-
lega um og eftir háttatíma, ekki af því að ég væri beinlínis myrk-
l'ælinn, en ég bar einhverja vanmættiskennda lotningu fyrir lilut-
um og fyrirbærum, sem voru álíka torskilin og flökkunáttúra þess-
ara afturgengnu klerka, þótt ég hins vegar teldi slíkar sagnir tóman
þvætting.
Eitt kvöld las ég í bók langt fram á kvöld, gleymdi stund og stað
þar til ég leit upp og sá að allir voru háttaðir og flestir í svefni.
Fyrsta hugsun mín var, að fá mér í pípu undir svefninn. Ég snaraðist
l'ram á loftskiirina og leit niður í kolsvart myrkrið, sem líktist mest
einhverjum voðalegum og dularfullum undirheimum, þar sem allra
óvætta gæti verið von.
Uti var auð jörð og hlákumyrkur eins og áður var getið um.
Tæplega hálfvaxið tungl óð í skýjum og kastaði daufri draugslegri
skímu á veggi og gólfj þegar vindurinn svifti kafþykkum skýjaflók-
unum frá því, aðeins augnablik í senn. Ég staulaðist ofan í myrkrið,
sem var svo biksvart og þétt, að ég gat næstum þreifað á því. Það
lagðist að vitum mínum eins og þvöl, fúl blæja, svo að mér lá við
andköfum. Þegar fram í göngin kom, fann ég ískaldan gust koma í
fang mér framan göngin. Mér flaug í hug að gleymzt helði að loka
bænum. Ég þreifaði mig í flýti fram göngin til þess að loka bæjar-
hurðinni, en þegar þangað kom, var hún harðlæst eins og vanalega.
Ég ásetti mér að hraða þessari pílagrímsgöngu minni eftir föngum
og snaraðist inn í skálaganginn. Gangur þessi var í gegnum þykkan
torfvegg, og þegar hann þraut, tók við breidd skálans sjálfs inn í
hornið, þar sem gamli kirkjubekkurinn stóð. A þessu augnabliki
stalst aftur dauf skíma frá tunglinu beint inn í hornið og á bekk-
inn, en birtan var svo dauf að torvelt var að greina hlut þó á félli.
Fg sá bekkinn, meðfram ef til vill af því, að ég vissi af honum þarna.
Það var eitthvað meira, sem ég sá óljóst, sem þarna átti ekki að vera,
en ég gat ekki gert mér grein l’yrir hvað var.