Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 150
148
HÚNAVAKA
búpening. Árangur af kynbótum mun því að miklum hluta fara eft-
ir því, hvernig til tekst að byggja upp kynbótaplan fyrir heila bú-
grein. En til þess að hægt sé að ræða um eitthvert kynbótaplan, sem
ná á fram í tímann, verða að vera fyrir hendi ákveðnar upplýsingar,
þ .e. a. s. að sem flestir búendur verða að gera afurðaskýrslur, helzt
allir búendur í landinu.
Þegar við vitum stærðina á þeim hóp, sem um er að ræða, líflengd
og viðkomu, ásamt ýmsum hóperfðafræðilegum stuðlum, eins og
arfgengi, tvímælingargildi og fleira, er hægt að reikna fræðilega
hámarks kynbóta framfarir fyrir viðkomandi tegund. Einnig eru til
aðferðir til að mæla raunverulegar kynbótaframfarir hjá ákveðinni
búfjártegund.
Rannsóknir hafa yfirleitt sýnt að raunverulegar kynbótaframfarir
eru árlega minni en það sem mögulegt ætti að vera að fá í hverju
tilviki fræðilega séð. Þetta ætti að vera næg ástæða til þess að íhuga
möguleika og bæta aðferðir í búfjárrækt, til þess að ná hámarks
framförum.
Á íslandi hefur verið allmikið unnið að því að rannsaka og reikna
út ýmiss konar stuðla, sem síðan eru notaðir við að reikna út kyn-
bótaeinkunn. Slíkum vinnubrögðum hefur aftur á móti ekki verið
beitt almennt, hjá hverjum bónda, nema nú á síðustu árum í sauð-
fjárrækt. Þá hefur rafreikni, við úrvinnslu á gög-num, lítið verið
notaður nema í sauðfjárrækt. Þó er nú hafið starf við að koma af-
urðaskýrslum nautgriparæktarfélaganna á gataspjöld og til úrvinnslu
í rafreikni.
Það sem rannsóknir þurfa að beinast að á næstu árum er:
1. Hóperfðafræðilegar rannsóknir á arfgengi ýmissa eiginleika bú-
fjár, til þess að fá örugga arfgengisstuðla á hinum ýmsu ólíku
eiginleikum.
2. Þróun kynbótaeinkunnarinnar til þess að hún geti gefið sem
öruggasta vitneskju um kynbótagildi viðkomandi einstaklings.
í þessu sambandi má benda á, að rannsaka þarf erfðafræði-
legt samhengi milli ýmissa ólíkra eiginleika, þannig að það
komi einnig með við útreikning á kynbótaeinkunn.
3. Safna saman í nokkurs konar heimildarbanka, upplýsingum,
sem komið væri fyrir á gataspjöldum er að gagni mættu koma