Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 17
HÚNAVAKA
15
ur í lífrænum tengslum við það, sem þeir þekkja. En unga fólkið,
sem nú er að vaxa upp þarf margs að spyrja. Það verð ég var við,
þegar ég fer með nemendur héraðsskólans í safnið. Um margt er
spurt og áhuginn er mikill að vita til hvers þetta og hitt var notað.
Margt verður þeim ljósara úr sögu og lífsbaráttu þjóðarinnar við
að sjá húsakynni fólksins, tæki og búnað. Frábært kennslutæki er
safnið og ómetanlegt að hafa það við lilið skólans, þar sem mjög
margir unglingar úr byggðunum við Húnaflóa stunda nám. Ég
hygg að sú muni blessunin mest, að það unga fólk, sem upp vex í
þessum héruðum, hyggi að fortíðinni er það byggir npp sína fram-
tíð. Fái dýpri skilning á sögu byggðar sinnar, sögu lands og þjóðar,
lífsbaráttu fyrri kynslóða og hviki í engu frá því að duga — ekki að-
eins sem Húnvetningar eða Strandamenn, — heldnr íslendingar.
Það var gæfa byggðanna við Húnaflóa, sem svo margt hafa átt
sameiginlegt á liðnum öldum og munu eiga, að sameinast um minja-
safn miðsvæðis í þessum byggðum og í þjóðbraut. Og safnið á eftir
að eflast. Fyrir dyrum stendur að byggja skála yfir landbúnaðar-
verkfæri, þau sem þegar eru komin og önnur, sem nauðsyn er að
bjarga frá glötun. Við það fæst aukið pláss í skálanum, sem fyrir er.
Margt muna og merkra gripa hefur borizt á síðustu árum og eru
væntanlegir. Þeim þarf að koma fyrir til sýningar. Safnið má ekki
verða stöðnuð stofnun, heldur í stöðugum vexti og sleppa engu, sem
þar á heima og kostur er á. Það sem er í notkun í dag er e. t. v. forn-
gripur á morgun. Svo örar eru breytingarnar.
Arið 1722 var gerð Alþingissamþykkt um kaup og kjör vinnuhjúa. Þar segir:
Það skal heita dugleg vinnukona, er hún kann að gera alla kvennaþjónustu,
sem maður má kvenmanni ætla. En það er meðalkvennajjjónusta, að hún skal
á sumardegi raka hey eftir tvo meðalsláttumenn. Það skal hún og gera milli
mjalta, svo lengi töðusláttur varir . . . . í veturssessi skal hún vinna tólf merkur
ullar á sex virkum dögum í góða gjaldvoð og það á milli rnjalta og hafa ljós,
]>á hún vill. Hér fyrir utan er hún skyldug að jijóna einum vinnumanni eða
tveimur, ef með þarf.