Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 24
22
HÚNAVAKA
ágúst seinna sumarið kom hollenzkur betlari með birgðaskipinu frá
Noregi, en öll matvæli voru flutt þaðan. Hann var ósköp ræfilslega
til fara og mér fannst hann ljótur og ískyggilegur í meira lagi — var
skíthræddur við hann. Þegar yfirmaðurinn í hvalstöðinni fer að
spyrja hann spjcirunum úr, rekur hann voðalegar hörmungar, sem
hann hafi lent í og fer svo að kjökra. Þeir kenndu í brjósti um hann
og skutu einhverju saman handa honum. Það verður úr að þeir
leyfa honum að vera um helgina, en þetta var á laugardegi. Dettur
þeim það snjallræði í hug að lofa honum að sofa í mínu bæli.
Þetta frétti ég á mánudagsmorguninn. Það varð nóg til þess að ég
harðneitaði að fara aftur í bælið — gat ekki til þess hugsað. Það sem
eftir var sumars, hljóp ég alltaf heim á kvöldin og út í stöð á morgn-
ana, en þangað var um klukkutíma gangur. F.g var feginn að losna
úr þessari prísund um haustið.
HANN VARÐ SNF.FSINN
F.inu sinni sem oftar rak ég féð upp í fjall, þá var ég 12 ára. Réíi
fyrir ofan bæinn var mikið af rjúpu. Ég hafði oft verið með pabba á
rjúpnaveiðum og vissi hvar byssan var, en hann var ekki heima. Ég
laumaðist heim og næ í byssuna og skaut fi rjúpur — þorði ekki að
skjóta fleiri. Byssuna setti ég á sama stað. Þegar pabbi kom heim,
komst allt upp og hann varð heldur snefsinn, en þegar hann frétti
að ég skaut svona margar dofnaði hann. F.kki fékk ég að snerta byss-
una eftir þetta, fyrr en eftir fermingu. Þá fékk ég að ganga með
byssu.
Fyrstu ferð rnína til Seyðisfjarðar einsamall, fór ég 14 ára með
60 rjúpur á bakinu. Pabbi fylgdi mér að vísu upp á háskarð. Þaðan
gekk ferðin vel niður í kaupstað, en þar átti ég að gista. Rjúpurnar
seldi ég lækninum og fór að verzla. Klukkan 6 hafði ég lokið mín-
um erindum. Þá lagði ég af stað heim og klukkan 10 um kvöldið
kom karl heim með baggann, sem var 40—50 pund.
Þyngsta baggann fór ég með þarna yfir, þegar ég var 16 ára. Þá
vorum við þrír samferða. F.inn var með 80, ég með 60 og sá þriðji
með 40 pund. Við urðum að skríða mest alla leiðina upp á fjallið.
Snjórinn var laus og ófærð mik.’l. Síðasti áfanginn upp fjallið var
Prestagjá, en hún er kölluð svo af því að þar hafa fleiri en einn