Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 66
64
HÚNAVAKA
Við komum til borgar, sem var heldur óhrjáleg og svo var einnig
hótelið, sem við borðuðum á. En franski maturinn var mjcig góður,
nema eftirrétturinn, eintómir ostar, sérlega vondir, sterkir og mygl-
aðir.
Kurt sýndi okkur búgarð. sem nýlega hafði verið tekinn af hon-
um eignarnámi. Þar átti að reisa 130 þúsund manna borg. Að undir-
búningi var unnið af fullum krafti með stórvirkum vinnuvélum.
C)g svo var hraðinn mikill, að ekki vannst tími til að bjarga upp-
skerunni af ökrunum. Kornið nær fullþroskað var allt eyðilagt. Það
snart bóndann í mér.
En Knrt hafði keypt annan búgarð og var að setja upp hrossabú.
Hann kemur til Islands tvisvar á ári til að kaupa hesta, en á þeim
hefur hann sérstaklega mikinn áhuga.
Ég kom oft á hestbak þennan dag. Allir, sem við hittura, vildu
láta mig prófa sína hesta.
HALDIÐ HEIM.
Svo rann upp síðasti dagur veru okkar ytra. Vinur Gunnars banð
okkur í mat. Síðan fór hann með okkur karlmennina víða um ná-
grennið og sýndi okkur margt, sem viðkom liestum. M. a. sýndi
hann okkur rauðblesóttan fola, sem hann átti. Sá var sonarsonur
Hrapps í Garðsauka. Það var sá alglæsilegasti hestur, sem ég sá í för-
inni. Svo var liann eftirsóttur til kynblöndunar, að komið hafði ver-
ið með arabiska liryssu í einkaflugvél frá Ameríku til þess eins að
koma lienni í hólf með lionum.
Einnig fór hann með okkur til Frakklands, en þar átti hann hóp
hrossa. Sá ég í þeirri för meir af landinn en daginn áður, enda fór-
um við all langt inn í það. Þar fannst mér frjósemi minni, en í
Þýzkalandi. Loftið var hins vegar hreinna. í Frakklandi fékk ég
bjc'ir úr svo stórri bjórkollu að ég gat varla torgað. Þeir, sem mig
þekkja, vita þó að nokkuð þarf til.
Við konurnar notuðum daginn til að skoða okkur um í Saarbruck-
en, og verzla, segir Guðrún. Þá borðuðum við á kínversku veitinga-
luisi. Þar var allt skreytt á kínverska vísu með blævængjum, ljós-
kerum, saumuðum teppum o. fl. Maturinn var rnikið kryddaður og
við borðuðum að kínverskum sið með prjónum. Gekk það æði mis-
jafnlega enda voruin við óvanar slíku.