Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 28
26
HÚNAVAKA
réðist til sín. F.ftir þetta bauð hann mér oft heim á kvöldin til þess
að spila.
Þegar ég er að leggja upp í suðurferðina, kemur karl til mín og
biður mig að verða sér samferða. Við vorum báðir með hesta, en
settumst ekki á bak, heldur röltum niðursokknir í samræður, eina
6 eða 7 km. Erindi lians var að fá mig til þess að hætta við að fara
til Reykjavíkur og koma til sín. Lofaði hann mér ýmsum fríðind-
um, en ég sit við minn keip. Þegar ég ætla að kveðja hann, er hálf-
þungt í karli og hann hreytir úr sér. „F.b hu, hvernig er það með
ykkur þessa ungu menn, haldið þið að skíturinn sé hvítnr í Reykja-
vík?“.
UPP Á VATN OG BRAUÐ
Tvítugur kveð ég Austfirði og sigli suður með gamla Goðafossi.
Skömmu eftir að við leggjum upp frá Seyðisfirði, skellur á blind-
bylur, svo að ekki sér út úr augunum. Skipið var drekkhlaðið og
lirikti í því, þegar farið var fyrir Langanes. Sögðust skipverjar ekki
Itafa lent í verra veðri þar. Komið var á rnargar hafnir og vorum við
9 sólarhringa til Reykjavíkur.
Ekki þekkti ég mannsbarn í Reykjavík, en vissi að ég átti móður-
systur þar, sem ég hafði aldrei séð. Ég var hvattur til fararinnar,
hafði gaman af smíðum og var farinn að klambra töluvert í sveit-
inni.
I Reykjavík var ég ráðinn til Einars Einarssonar húsasmíðameist-
ara sem lærlingur upp á vatn og brauð í fjögur ár. Þ. e. a. s. ekkert
kaup, bara fæði og húsnæði, sem var í lélegri kjallarakompu.
Þetta gekk allt vel og ég lauk sveinsprófi 1927 og meistararétt-
indi fékk ég síðar.
Byggðh pú ekki verkslœði i Reykjavili, sem pú seldir?
Það er skrítin saga, skal ég segja þér. Ég keypti lóð suður í Skerja-
firði af Eggert Classen, sent bjó í mörg ár í Skildinganesi og átti
rnikið land þarna. Skerjafjörður var þá um 1930 nýkominn undir
Reykjavík. Ég byggði mér íbúðarhús á lóðinni, leigði kjallaraher-
bergi í Ingólfsstræti 21 og setti þar upp verkstæði. Ég hafði strax
mikið að gera, og varð þröngt um mig þar. Því hugsa ég sem svo:
Það er stutt í Skildinganesið. Þar byggi ég verkstæði á rnínu landi.
Þá var venjan að lána út á Veðdeildarbréf Landsbankans, sem