Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 160
158
HÚNAVAKA
detta um sverð sitt, þegar hann stígur á bak, eða fer af baki. íslend-
ingar hafa liins vegar öldum saman riðið vopnlausir og dáð gæðing
sinn fremur fyrir framtak, en hlýðni. Þegar riðið er brokk eða
nautastökk, má sitja fram á hálsi, eigi hesturinn hins vegar að tölta
vel, þá má ekki hindra hreyfingar bóganna, með því að hlunkast á
herðakambinum. Sjálfsagt getum við margt lært af útlendum hesta-
mönnurn, en það verður að gerast samkvæmt yfirveguðu mati, en
ekki beinni eftiröpun.
Ef við beru gæfu til þess að rækta skipulega hross okkar, hafa þann
metnað sem nauðsynlegur er hverjum ræktunarmanni og njóta sem
allra flest þeirrar gleði, sem samfélag við gæðing veitir, þá er ég
bjartsýnn á framtíð húnvetnskrar hrossaræktar og þess fullviss, að
hamingjustundum héraðsbúa fjölgar og reisn Húnvetninga eykst.
Páll Pétursson.
Það er enn]Dá limi
Þegar horft er um öxl og huga rennt til þeirra breytinga, sem orð-
ið hafa á búháttum hin 15—20 síðast liðin ár, er margt sem vekur
athygli. Nýjar byggingar, nýjar og afkastameiri vélar, stærri tún, af-
urðameira búfé, nýir orkugjafar, og færra fólk. Þróunin í bútækni
og aukin framleiðni er óspart auglýst og hver þakkar sér. En fólks-
fækkunin hefur átt harla lítið rúm í hrifningarræðum leiðtoganna
og leiðin til úrbóta ennþá minna. Sé þeirra getið, er það gert með
óljósum og teygjanlegum slagorðum. Það útsog afls og anda, sent
brottflutningur fólks veldur, er öllum hafís og kali hættulegra, sem
það fer hljóðar. Kalsár í túni grær á örfáum árum, en það sár sem
burtför dugmikilla handa veldur, mun um langa hríð sem ógróinn
blettur í félagsheild sveitanna. En af hverju fer þetta fólk? Svörin
eru mörg og sumra mun getið hér á eftir. Þegar litast er um sveitir
blasir víðast við sama myndin, hjónin ein með amstur og erfiði fram-
leiðslunnar, börnin í skóla. I ungdómi þess fólks, sem þetta reynir
nú hefði slík tilvist verið óhugsandi, það sér tæknin um. En er þá