Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 83
HÚNAVAKA
81
það ólíkt mjög sandinum allt í kring á stóni svæði. Þetta er sú
mesta hellunáma, seni ég hefi séð og liggja hellurnar allar flatar, en
ekki upp á röð eins og víða á sér stað, þar sem gjót er mjög kloíið.
Flestar eru hellurnar þunnar eða 1—3 þumlungar og eru sumar all-
stórar. Vörðurnar eru eitthvað á milli 10—20 og standa óreglulega
og af handahófi, misstórar og illa hlaðnar, en hafa ekki getað hrunið
neitt að ráði vegna þess hversu gott hleðsluefni er í þeim. Við tók-
uin okkur til og hresstum talsvert upp á 2 eða 3 vörður og gerðum
eina stóra mjög, eða líklega um 4 álnir á hæð, voru svo teknar mynd-
ir af öllu, vörðum, hestum, mönnum og bílnum. Síðan voru skrifuð
á miða nöfn allra, hvaðan var komið, hvað klukkan var, þegar lagt
var af stað um morguninn, hvað hún var þegar komið var þarna og
hvert ferðinni var heitið. Miðinn var svo látinn í flösku og henni
stungið í vörðuna.
Þegar haldið var af stað aftur fór Lárus í bílinn, en Kjartan tók
hestana hans. Nú var ein sprettferð alla leið norður á Grettishæð.
Drógumst við Kjartan langt aftur úr og fórum við þó mikið beinni
leið en bíllinn. Guðmundur keyrði alla leið upp á Grettishæð og
var stanzað þar til að njóta útsýnisins, sem er bæði mikið og fagurt.
Lárus sagði þeim nöfnin á fjöllum og fellum og öðrum nafnkennd-
um stöðum, sem til sást. Síðast barst talið að Gretti sáluga og end-
aði með því að drukkin var skál hans í klára ákavíti. Þarna skildum
við líka eftir miða í flösku og settum í vörðuna uppi á hæðinni. Eft-
ir það, var haldið af stað á ný, en nú var enginn vegur lengur, því að
þarna liggur hann til austurs, en við fórum í norður. Var þó færi
sæmilegt, en seinfarið og varð að fara dálítið krókótt. Allt gekk þó
vel og var farið norður úr Sandinum milli Bríkarkvíslardraga og
Öldumóðukvíslar upptaka. Var þá stanzað aðeins til að lofa hest-
unum að bíta. Þegar haldið var af stað aftur settist ég inn í bílinn
hjá þeim Guðmundi og Lárusi, en Guðmann fór á klárana mína og
hélst sú skipan, það sem eftir var ferðarinnar niður að Grímstungu.
Sigurður stóð næstum alla ferðina á brettinu annars vegar og hélt
sér í húsið og hlýtur það að hafa verið þreytandi, en hann vildi
ekkert úr því gera.
Við fórum út á milli fyrrgreindra kvísla og vestan undir Birnu-
höfða, austur fyrir ásana norður af honum og austur í ásana milli
Gedduvatns og Galtarvatns, norður á milli Svínavatns og Þórarins-
vatns og yfir Þórarinsvatnslækinn á vaðinu. Þar urðum við að taka
6