Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 42
40
HÚNAVAKA
Sambandsins, héraðsbúar hafa brugðist vel við og yfirleitt sótt
skemmtanir þess ágætlega, og styrkt um leið starfsemina.
Fjármálin eru oft erfið viðfangs í félagsskap sem þessum. Tekju-
öflunarleiðir takmarkaðar og óvissar, en fjárþörfin mikil. Það mun
margan undra, er kynnir sér starfsögu Ungmennasambands Austur-
Húnavatnssýslu, hvað það hefur orðið mikil styrktarstoð ýmissa
stofnana hér í héraðinu með fjárframlögum úr Sambandssjóði. Má
þar m. a. nefna, Sundlaugarnar á Reykjum við Reykjabraut og á
Skagaströnd, Félagsheimilin í Húnaveri og á Skagaströnd, Héraðs-
hæli Húnvetninga á Blönduósi, Kvennaskólann á Blönduósi, gerð
héraðskvikmyndar auk fjölda annars, sem enn er ótalið.
Þá er ótalið fjárframlag Sambandsins til Félagsheimilisins á
Blönduósi, en U.S.A.H. gerðist þegar í upphafi eignaraðili að bygg-
ingu þess með 15% eignarhluta.
Félagsheimilin hér í sýslunni hafa ótvírætt orðið félagsstarfi hér
til mikils framdráttar, fjármálin eru reyndar erfið, og sorglegt að
vita að ríkisvaldið skuli ei standa við sínar skuldbindingar í þeim
efnum, og íþyngja með því févana félögum í héruðunum og lama
þannig starfsmátt þeirra. Er vonandi að bót fáist á slíku ástandi hið
l’yrsta, nóg hefur þegar af lilotizt.
Veturinn 1961 réðust þeir Þorsteinn Matthíasson þá skólastjóri
á Bhönduósi og Stefán A. Jónsson í að setja af stað ritið „Húnavaka"
er Ungmennasambandið var útgefandi að. Útgáfa Jressarar bókar er
nú orðinn fastur liður í starfsemi Sambandsins, og hið myndarleg-
asta verk. Rit Jretta hefur frá upphafi nær eingöngu flutt efni eftir
húnvetnska höfunda, fréttir og fróðleik úr héraði.
Síðan 1966 hefur Stefán Á. Jónsson annast einn ritstjórn, og stend-
ur Ungmennasambandið í mikilli þakkarskuld við hann.
F.g hef nú staldrað við á sjónarhóli og horft til baka yfir sextíu-
ára sögujrráð Ungmennasambandsins. Nefnt sitthvað af viðfangs-
elnunum, er oltið hefur í hug minn við lestur sögunnar. Hvergi
nærri er Jressi upptalning tæmandi, fjölmörg verkefni eru ónefnd,
sem fengizt hefur verið við. Ekkert hefur t. d. verið minnzt á vernd-
un gróðurs. Þó hefur Ungmennasambandið skipulagt og séð um
sáningu fræs og dreifingu áburðar í allstórum stíl á afréttarlönd
svslunnar síðastliðin ár. Á fjölmörgum sambandsþingum liefur
verndun gróðurs og fegrun lands verið til umræðu og ályktanir
gerðar.