Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 230
228
HÚNAVAKA
þótt veðurguðirnir væru nokkuð
ítækir í þetta sinn, en öll él birta
nú upp urn síðir.
Að lokum viljum við björg-
unarsveitarmenn Blöndu þakka
öllum, sem þátt tóku í nefndri
samæfingu og einnig þeim er að-
stoðuðu okkur á einn eða annan
hátt við allan undirbúning og
framkvæm, jafnt fyrirtækjum
sem einstaklingum.
Að síðustu, góðir Húnvetn-
ingar. Ég hvet ykkur eindregið
til styrktar þeim björgunarsveit-
um, sem nú hafa hazlað sér völl
innan sýslunnar. Þær munu
vinna allar sem einn maður þeg-
ar til alvörunnar kemur. Hver
getur sagt um það, hvenær það
verður? Það er of seint að byrgja
brunninn, þegar barnið er dott-
ið ofaní.
Hjálmar Eyþórsson.
BÓLUSETNING GEGN GARNAVEIKI.
Garnaveiki er skæður sauðfjár-
sjúkdómur, sem barst hingað il
lands með Karakúlfénu 1933.
Ekki er hægt að lækna veikina,
en með bólusetningu er hægt að
fyrirbyggja að kindur geti tekið
hana. Eru ásetningslömbin þá
bólusett á haustin og verða þann-
ig ónæm fyrir veikinni ævilangt.
Er nú meirihluti ásetningslamba
á landinu bólusettur. Stærsta
svæðið, sem bólusetning gegn
veikinni er enn ekki hafin á, er
svæðið frá Blöndu vestur um
Húnavatnssýslur, Vestfirðir allir
að varnargirðingu á Snæfellsnesi
og að Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslum. Veikinnar hefur aldrei
orðið vart á þessu svæði. En hvað
er langt þangað til veikin berst
á þetta svæði? Því er ekki hægt
að svara, en vitað er að sýkillinn
er mjög lífsseigur og getur lifað
í langan tíma utan kindarinnar
og flutzt þannig langar leiðir.
Eru því margir Húnvetningar
orðnir mjög uggandi urn að veik-
in kunni innan tíðar að berast
hingað og ekki sízt, þar sem síð-
an 1965, er garnaveiki varð fyrst
vart vestan Héraðsvatna í Skaga-
firði, 'hefur hún fundizt þar á um
40 bæjum. í nóvember s.l. var
almennur bændafundur haldinn
í Flóðvangi til að ræða um garna-
veiki og varnir gegn henni. A
fundinum höfðu framsögu Sig-
urður Sigurðarson dýralæknir á
Keldum og Sæmundur Friðriks-
son framkvæmdastjóri sauðfjár-
veikivarna. Þar mættu bændur
úr Ás-, Sveinsstaða- og Torfa-
lækjarhreppum auk oddvita
allra sveitahreppa á svæðinu frá
Blöndu að Miðfjarðargirðingu,
svo og nokkrir fleiri gestir. Á
fundinum var samþykkt ályktun
um að vinna að því að bólusetn-
ing verði tekin upp á öllu svæð-