Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 144
GUÐMUNDUR EINARSSON:
Skelfiskveiáar og skelvinnsla
Fyrir nokkrum árum virtist það tízka á Blönduósi að stofna fyrir-
tæki. Tilkoma þeirra var með ýmsu móti. Peningamenn tóku spari-
baukana sína, oghelltu úr þeim í einn sjóð, og mynduðu sitt ,,prívat“
fyrirtæki. Einnig voru stofnuð svokölluð almenningshlutafélög.
Þeim var ætiað að bjarga atvinnulífinu og ennfremur áttu allir að
græða á þeim, en enginn að tapa þótt illa færi. Menn voru sendir í
allar áttir, en þó mest til Reykjavíkur, til þess að kaupa verksmiðj-
ur. Gárungarnir sögðu að stundum hafi þeim legið svo mikið á, að
þeir hafi orðið að hringja heim daginn eftir, til þess að spyrjast fyrir
um hvaða fyrirtæki þeir hafi átt að kaupa.
Aðrir sátu heima og lásu blaðaauglýsingar um fyrirtæki til sölu.
Eitt þeirra fyrirtækja, er nú leit fyrst dagsins ljós, var Hafrún h/f.
Ekki var mikill glæsibragur, né fyrirgangur við stofnun þess. Að-
standendur eyddu ekki löngum tíma í heilabrot né vangaveltur.
Þeir áttu ekki heldur neina sparibauka til þess að hella úr. Þeir
fóru nokkrar ferðir um frystihús og vinnslustöðvar, og sáust snuðr-
andi á bryggjum og um borð í bátum hér og þar. Hafrúnu h/f var
sem sé ætlað að vinna sjófang, og kom það mörgum þorpsbúum
spánskt lyrir sjónir. Ekki er það svo að skilja að þeir vissu ekki hvað
sjósókn væri. Allmargir Blönduósingar höfðu af henni nokkur kynni
frá fyrri árum, en hún var þá aðallega fólgin í því að veiða soðfisk,
og þá ekki nema sem samsvaraði nokkrum áratogum frá fandi. Það
var nú í þá daga.
Svo er það hinn 10. janúar 1971 að bátur frá Ólafsfirði landar afla
sínnm hjá Hafrúnu h/f, rúmum tveimur tonnum af hörpudiski.
Það var sunnudagur, og vegna hjátrúar (eða trúar) var strax byrjað
að skera úr nokkrum skeljum, svo að mánudeginum yrði ekki um
kennt, þó að einhverjir byrjunarörðugleikar kæmu í ljós.