Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 191
HÚNAVAKA
189
LAXVEIÐIPISTILL.
Síðastliðið ár veiddist meira at'
laxi í ám sýslunnar en nokkru
sinni fyrr.
Úr Blöndu komu rúmlega
1000 laxar og úr Svartá 726. Er
það mun meira en áður. Til
ræktunar í ánum var varið u. þ.
b. kr. 150.000 og voru jöfnum
höndum notuð sjógönguseiði
15—20 cm stór og sumaralin
seiði.
Viðbygging var reist við veiði-
húsið, eitt herbergi, snyrting og
kæliklefi. Sú framkvæmd kostaði
kr. 750.000.
Leiguhafar Blöndu eru Stanga
veiðifélag A.-Hún. og Stanga-
veiðifélag Sauðárkróks, en Svart-
ár, Stangaveiðifélag Ólafsfjarðar.
í Vatnsdalsá veiddust 774 lax-
ar, og er það 130 löxum fleira en
sl. ár. Leigutaki er sá sami og
undanfarin ár, og var leigutíma-
bilið framlengt til 2ja ára. Leigu-
upphæð er 11.000 pund. Auk
þess greiðir hann kr. 300.000 í
leigu fyrir Llóðvang.
Veiði í Hallá reyndist svipuð
og á síðasta ári. Mikill fiskur
virtist vera í ánni í júlí en
minnkaði er leið á sumarið.
Þyngstu laxarnir voru 16 pund.
Sett voru 5000 seiði í ána. Nú
eru einungis eftir 2 ár af leigu-
samningi Stangveiðifélags A,-
Hún. í ánni.
Allt frá árinu 1936 hefur verið
starfandi veiðifélag eigenda Lax-
ár á Ásum. Veiði hefur verið
nokkuð mismunandi frá ári til
árs, bezt nú undanfarin tvö sum-
ur, 1670 laxar sumarið 1972.
Einungis tvær stengur eru leyfð-
ar í ánni. Veiðidögum er úthlut-
að milli landeigenda, og ráðstaf-
ar hver fyrir sig. Lór stöngin allt
upp í kr. 10.000 sl. sumar. Gífur-
legt magn af seiðum sézt í ánni,
og spáir það góðu. Þó hefur klak
aldrei verið sett í ána. Mjög er
sótzt eftir að fá keypt veiðileyfi
í ánni.
Eigendur Lremri-Laxár, sem
rennur úr Svínavatni í Laxár-
vatn, hafa sl. 10 ár haft með sér
félag og varið allmiklu fé til
ræktunar á ánni. Sleppt hefur
verið í hana sjógönguseiðum um
nokkurra ára skeið og sl. þrjú ár
töluverðu magni. Þetta hefur
borið nokkurn árangur og lax
gengið í ána síðustu árin. Einnig
hefur orðið vart við lax í Laxár-
vatni og Svínavatni. Laxastigi er
við stíflu rafmagnsveitnanna,
þar sem Laxá á Ásum rennur úr
Laxárvatni, en oft er Laxá vatns-
lítil þar fyrir utan og farvegur
hennar dreifður. Meginhluta
vatnsins er hleypt um skurð við
norðurenda Laxárvatns gegnum
rafstöðina og áfram eftir raf-
veituskurðinum út í Laxá. Mun
lax nokkuð sækja upp í skurð-
inn, allt upp að rafstöð, en stöðv-