Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 75
HÚNAVAKA
73
Eftir góða áningu leggjum við upp aftur og ætluðum að ríða nið-
ur að fljóti, þ. e. vaðinu á því, en vegurinn liggur alla leið með því
frá Álftakrók og niður að vaði. Við fórum hægt og þegar kom nokk-
uð langt niður með fljótinu, sáum við allt í einu spor í götunni eftir
gangandi menn. Rétt á eftir fóru hundarnir okkar að gelta og þá
heyrðum við hóað tvisvar skammt fyrir norðan okkur. Við beygðum
í áttina á hljóðið og sáum brátt hvar tveir menn stóðu uppi á háu
holti og veifuðu ákaft veiðistöngum og fötum sínum. Þarna voru þá
komnir Guðmundur frá Múla og einn af félögum hans, Sigurður
Pálsson að nafni. Varð þarna heldur fagnaðar fundur og voru nú
sagðar fréttir í stuttu máli. Þær voru þessar: Snemma um morgun-
inn daginn áður fóru þeir fjórir á bílnum frá Reykjavík sem leið
liggur um Kaldadal og Kalmannstungu og svo veginn þaðan norður
að Fljóti (Norðlingafljóti). Gekk það sæmilega, en þeir fundu aldrei
vaðið á því og engan stað, sem þeim leist öruggt að koma bílnum yfir.
Það varð því að ráði að fylgja bílslóðanum upp með Hallmundar-
hrauni, en bíll hafði farið um sumarið upp að Reykjavatni. Svo átti
að reyna aíi brjótast yfir Fljótið einhversstaðar upp frá. Þessi áætlun
átti eftir að breytast, því að bíllinn bilaði um kvöldið og var þá
staddur fyrir sunnan Sauðafjöll og er það alllangt fyrir sunnan
Fljót. Nú var komið slæmt strik í reikninginn. Guðmundur sagði,
að ekki væri um nema eitt að gera, og það væri að taka öllu með
stillingu og gera það bezta úr hverju einu. Það var strax ákveðið að
tveir þeirra félaga skyldu fara þá um kvöldið með hið bilaða stykki
niður að Kalmannstungu, auðvitað gangandi, og fá það viðgert eða
láta smíða nýtt, annað hvort í Borgarnesi eða Reykjavík. Tveir áttu
að hafast við í eyðimörkinni á meðan og leita uppi færa leið, sem
lengst og að minnsta kosti norður fyrir Fljót. Ráðgert var, að þeir er
niður fóru, kæmu upp eftir aftur kvöldið eftir.
Þetta þóttu okkur Lárusi slæm tíðindi. Þó var ekki um annað að
gera úr því, sem komið var, en taka öllu með þolinmæði, eins og
Guðmundur sagði, og fylgjast með til enda. Það hefði verið lítil-
mannlegt að skiljast svo búið við þá og ferðalagið.
Nú var kominn miður dagur eða meira. Bjart veður var og heitt.
Það var ákveðið að eyða deginum bæði til gagns og skemmtunar.
Við settum hesta undir þá félaga og vorum þá allir ríðandi. Fyrst
var haldið niður með Fljóti og athugað vaðið á því, sem var ekki
mjög miklu neðar, ef það yrði álitið heppilegast við athugun að