Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 139
GUÐBERGUR STEFANSSON:
J\4ynd frá póstferb libins tíma
Ferð sú, er hér verðnr sagt frá, var farin (i. marz 1947. Átti ég þá
heima í Kambakoti, hjá foreldrum mínum.
Mér hafði borizt símskeyti frá Björgn Berndsen Skagastriind, sem
sent var til mín frá Syðri-F.y. Enginn sími var þá kominn í Kambakot
og var þessi háttur jafnan hafður á, ef um skilaboð var að ræða. —
Var efni skeytisins það, að biðja mig að koma með það úteftir, sem
Björgætlaði að senda með Súðinni, en hún væri væntanleg að norð-
an næstu daga.
Ótíð hafði verið undanfarið og hafði sett niður mikinn snjó. I’að
mikinn, að fullorðin hross lágu á kviði.
Lagði ég af stað næsta dag og var byrðin, sem ég bar 80 pund að
þyngd, fyrir utan smjörsköku og fullan 5 1. brúsa, sem ég átti að fara
með að Litla-Bergi. Það var botnlaus ófærð út að Hafurstaðaárgili.
Var snjórinn alltal' í hné. Gilið er djúpt og höfðu safnast í það mikl-
ar snjóhengjur að norðanverðu. Var það því nokkuð tafsamt að kom-
ast norður yfir gilið. Er ég var kominn yfir gilið, tók ég beina
stefnu út alla K jalarlandsmýri og Vindhælisflóa á Skagastn'ind og
alltaf var ófærðin jafn mikil.
Ég skilaði smjörskökunni og brúsanum að Litla-Bergi, en hélt
síðan beinustu leið til Bjargar Berndsen, sem þá var búsett í Lundi.
Bauð hún mér upp á kaffi, sem ég þáði, enda þurfandi eftir gcing-
una. Þegar ég kom að Lundi leit ég á klukkuna og var þá búinn að
vera þrjár klukkustundir á leiðinni.
Þegar ég kom út var kallað á mig frá Karlsskála og var það Frnst
Berndsen. Hann sagði að mér lægi ekki svo mikið á að komast heim,
að ég hlyti að hafa tíma til þess að líta inn hjá sér og rabba við sig. —
Virtist hann hafa gaman af að spjalla við mig á meðan ég drakk kaffi
hjá honum og spurði mig um ,,skytteri“ og eitthvað fleira. Það var