Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 213
HÚN AVAKA
211
varð eigi bjargað. En lengi vel
sást á ketil þess.
Úr skipum þessum eru víða til
munir á bæjum og í kauptúninu,
er fólk hreppti á uppboðum á
strandgóssi þeirra.
I sumar fengu tveir smiðir,
þeir Karl Berndsen, vélsmiður í
Höfðakaupstað, og Sigurjón
Haraldsson, trésmiður á Blöndu-
ósi, leyfi til að bjarga því er
verða mætti af leifum þeim, er
legið hafa á sjávarbotni frá
ströndun skipa þessara.
Þeir félagar voru búnir tækj-
um froskmanna, er þeir köfuðu.
Tókst þeim loks að ná úr Þór
skrúfu skipsins, stefnisröri og
öxli og fluttu þetta á verkstæði
á Skagaströnd.
En eigi voru þau verðmæti
hér, er ætlað var, því að skrúfan
var steypt, en eigi koparskrúfa.
Þess má geta, að róin, sem heldur
skrúfunni á nafi öxulsins, var
laus, eins og hún væri ný sett á,
en hafði þó verið 43 ár í sjó.
Kirkjulegar fréttir.
Samkvæmt hefðbundinni venju,
var sjómannamessa 4. sunnudag
eftir þrettánda í Hólaneskirkju.
Höfðu þá, að lokinni messu, kon-
ur í slysavarnardeild Höfðakaup-
staðar kaffisölu í Fellsborg til
ágóða fyrir deildina. Sóknar-
presturinn messaði.
Hinn árlegi kirkjudagur Hóla-
neskirkju var haldinn 16. apríl.
Var dagskrá messunnar helguð
Vestur-íslendingum. Séra Pétur
Þ. Ingjaldsson predikaði. Kirkju-
kórinn söng undir stjórn Krist-
jáns Hjartarsonar. Gestur Guð-
mundsson söng einsöng við und-
irleik Sólveigar Sövík. Sigur-
steinn Guðmundsson, héraðs-
læknir, flutti erindi um vestur-
ferðir íslendinga og sýndi kvik-
myndir frá Nýja-íslandi og þjóð-
hátíðardegi íslendinga á Gimli.
Að lokum safnaðist fólkið sam-
an fyrir framan kirkjuna. Var
þar vígður íslenzki fáninn, er
blakti á 7 metra hárri stöng, er
ber við þakbrún kirkjuturnsins.
Var þessi stöng og fáni reist fyrir
gjafafé.
Sjómannadagurinn var hald-
inn hátíðlegur 4. júní á Skaga-
strönd. H(')fst hann með skrúð-
göngu sjómanna til Hólanes-
kirkju, en þar hófst messa kl. 10.
Séra Gísli Kolbeins á Melstað
þjónaði fyrir altari, en séra Pét-
ur Þ. Ingjaldsson, prófastur,
prédikaði. Söngflokkur sjó-
manna söng undir stjórn Krist-
jáns H jartarsonar, organista.
Að lokinni messugjörð var
gengið út á kirkjulóðina, en þar
fór fram vígsla minnismerkis
drukknaðra sjómanna. Flutti sr.