Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 96
94
HÚNAVAKA
inum hvarf þokan og' má segja að hún væri eins og veggur við jökul-
ræturnar. Við héldum svo áfram niður með ánni og funduin bæinn.
Þegar bóndinn kom út og heilsaði okkur, þá fyrst áttaði Berti sig á
hvar hann var staddur, en það var í Reykjarfirði á Ströndmn. Við
vorum búnir að átta okkur, því að við komum að sundlaug. Við
vissum að hún gat ekki verið annars staðar. Við vorum búnir að
vera 18 tíma að komast þessa leið. Ég held að við höfum mátt þakka
fyrir að drepa okkur ekki eins og allt var f pottinn búið, við illa á
okkur komnir og illa útbúnir í þessa ferð. Við fengum þarna góðan
beina og borðuðum mikið, sváfum vel um nóttina og um morgun-
ínn var Berti orðinn sæmilega Iiress, en sagðist ekki muna mikið
eftir ferðalaginu daginn áður. Þarna skildu leiðir með okkur félög-
um. Þeir héldu norður með Berta, en ég í suður og heim. Aðeins
einn af þessum félögum hef ég hitt síðan, það er Kristján frá Skjald-
fönn. Ég hitti hann á Alþýðusambandsþingi í Reykjavík. Berti kom
hér einu sinni, stóð til að hann yrði hér frystihússtjóri. Ég var ekki
lieima þegar hann kom.
Heimferðin hjá mér gekk vel eftir þetta. Þannig lauk þessum
vetri. Ég kom heim ánægður og að mér fannst þá, meiri maður, en
þegar ég fór.
Býr við rausn.
Arið 1714 lét Lárus Gottrup ;tf lögniannsstarfi, en hélt enn sýsluvöldum
í Húnaþingi. Á Þingeyrum hefur liann búið í nálega fjorutíu ár og býr enn við
rausn. Þar er einna stétrmannlegast hýstur bær á Islandi með ferhyrndum lutsa-
garði, sjö til átta faðma á hvern veg, hellulögðum sem borgarstræti væri. í þess-
um garði miðjum er digur grenibjálki og uppi á honum dúfnahús með gluggum,
keilumyndað. Inn í garðinn er port með dönskum hætti, nær þriggja faðma
breitt og svo hátt, að ríðandi maður getur aðeins seil/t upp í bitann yfir því
með svipu sinni. Meðal staðarhúsanna er timburstofa af norskri gerð, meira en
tuttugu álna löng, og cru dyr hennar andspænis garðshliði. í henni er stássstofa
mikil með kringlóttu borði, gólfföstu, lestrarstofa og dyngja kvenna, og eru
bíleggjaraofnar í þessum herbergjum báðum. Meðal annarra bygginga eru skálar
heimamanna og gesta með loftum yfir og skemmur miklar fyrir matföng og
amboð. Heim að staðnum eru traðir svo breiðar, að sex eða átta hestar geta
gengið þar samsíða.