Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 110
108
HÚNAVAKA
stóð, að undanteknu því að ganga beint inn í hornið og fara hönd-
um um þennan djöful, en það hefði ég ekki getað, þótt öll ríki ver-
aldar hefðu verið í boði. Sú eina leið er hér virtist fær, var sú, að
snúa aftur til svefnhúss.
En þá tók ekki betra við. Það var nú fyrir sig að standa andspænis
þessum óvætt augliti til auglitis, en að snúa við honum baki var ekki
um að tala, því að það hvað vera eðli þessara fjanda að ráðast aftan
að mönnum, ef þeir sjá tækifæri. Ég áformaði því að ganga afturá-
hak fram skálaganginn út í aðalgöngin og athuga þar ráð mitt.
Engin skíma hafði komið í skálann í eina eða tvær mínútur. Ég
vissi því ekki hvort allt var þar í sörnti skorðum á bekknum, en ég
treysti að svo væri, svo að mér gæfist færi að sleppa út.
Ég sneri til dyra og fetaði mig gætilega afturábak með veggnum
út í sanoinn. Þeoar és>- var kominn nokkur fet út úr skálanum rak
o o o o
ég fótinn í eitthvað oddhvasst á gólfinu, sem meiddi mig dálítið.
Þetta bætti ekki um skap rnitt eftir aðrar undanfarnar hrakfarir.
Ég þreifaði fyrir mér og fann að þetta var gamall steðji, með odd-
hvössu nefi á öðrum endanum. Ég greip upp steðjaun, sem var all-
þungur, snaraðist inn í skálann og varpaði honum af öllu afli inn í
hið margumtalaða horn. Að vörmu spori heyrði ég illilegt hvæs og
fótagang, hrak og hresti. Einhver vera þant eins og elding út göng-
in. Ég heyrði tíðan urrandi andardrátt, þegar lnin skauzt frarn hjá
mér.
Mér gat ekki dulizt að liér var um að ræða lifandi veru, gædda
o 7 o
holdi og hlóði og ásetti ég mér því að híða við og raunsaka vegsum-
merki í horninu. Eftir drykklanga stund sendi tunglið daufan geisla
inn í skálann. Sá ég þá svo glögg vegsummerki, að ekki varð á villzt.
í horninu lá gamli hekkuriim allmikið laskaður og þar hjá var fnll-
ur kolapoki, með steðjann að hálfu inni í svöðusári, á hliðinni. Þar
hjá lágu reiðstígvél af prestinum.
Ég yfirheyrði nú þessi þögulu vitui og rannsakaði alla afstöðu
þeirra í málinu og komst auðvitað að þeirri niðurstöðu, að einhver
hefði látið pokann á bekkinn um daginn og stígvélin undir bekkinn
samtímis, en þau náðu nákvæmlega upp að hekkhrúninni og mættu
þar pokanum. En ég fann hvergi hausinn, þýðingarmesta partinn.
Þá datt mér í hug fnll ráðning gátunnar. Á heimilinu var köttur
einn merkilegur, hann hafði þann sið að ráfa stundum um hæinn
fyrripart nætur, annaðhvort til veiða eða einhverra sérstakra rann-