Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 109
HÚNAVAKA
107
Þá dró allt í einu fyrir tunglið og þessi litla glæta, sem það veitti
drukknaði skyndilega í myrkurshafinu, sem féll yfir og bannaði alla
sýn. Ég beið í dyrunum þar til enn læddist ný Ijósglæta ofur feimn-
islega gegnum sortann inn á bekkinn. Ég hafði þokað mér gætilega
nokkur let nær, ef ske kynni að ég gæti greint eitthvert form á þessu
lyrirbrigði.
í þessari óljiisu birtu sýndist mér nú við nána athugun strák-
ur sitja á bekknum. Tími vannst ekki til frekari athugana, því að
skýjabakka rak fyrir tunglið enn á ný.
Kg llerði mig ofurlítið til hliðar, úr stelnu Irá dyrunum, ef vera
kynni að strák þessum dytti í hug að taka til lótanna og stiikkva til
dyra, þá væri betra að verða ekki á vegi hans, heldur gefa honum
nægilegt olnbogarúm.
Éltir nokkur augnablik losnaði tunglið við skýjaklakkana og varp-
aði sömu draugalegu skímunni inn í hornið. Nú sá égdálítið greini-
legar en lyrr, vegna jtess að ég hafði fært mig nær með mestu var-
hygð. Eg sá sæmilega glöggt, að þetta var í stráks Iíki, með stígvél á
f(')tum og í mórauðri úlpu. Hausinn sýndist mér einkennilegastur.
Andlitið var kafloðið og augun svo voðaleg að mér fannst jrati ganga
í gegnum mig.
Ég halði eitt sinn lesið sögu al’ manni, sem datt niður datiður al
hræðslu, af ])\ í að hann sá í augu á höggormi undir rúmi sínu, en
sá höggormur var löngu dauður og látinn þarna af hrekk. Með jíessi
augu var allt öðrtt máli að gegna, j)au voru lilandi og hreyfðusí,
jtegar ])au horðu á mig.
Nú datt mér í hug að þetta væri brella einhvers stráks þar úr ná-
grenninu, sem el til vill vissi um þessar kvöldgöngur mínar og vildi
skjóta mér skelk í bringu. Ég kallaði því til hans og bað hann segja
til sín áður en annar hvor okkar hefði verra af. Ekkert svar lékk ég
annað en það, að hann fór að velta vöngum og kinka kolli framan í
mig. Hann lagði hausinn út á axlirnar á víxl og ofan á bringu og
aftur á bak á tnilli herðanna. Enn hvarf tunglsbirtan og ekkert
heyrðist innan úr horninu.
Ég hafði ætíð haldið því fram, að fyrirburðir líkir þessum hefðu
allir eðlilega skýringu, ef aðeins tími gæfist til rannsókna á öllum
kringumstæðum. Ég áleit, að skilningarvit manna gætu auðveldlega
dregið þá á tálar. Misheyrn og missýning var ekki óalgengt fyrir-
brigði. Ég var nú búinn að rannsaka Jretta eins vel og í mintt valdi