Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 57
HÚNAVAKA
55
sagt mjög slæm og mátti heita ódrekkandi. Fékk ég því mikla óbeit
á þýzkri mjólk og bað aldrei um slíkan drykk eftir þetta.
En Drechsler hafði gaman af að bjóða honum mjólk og gerði það
oft, skýtur Guðrún inní. Annars er ekkert skrítið þótt mjólkin sé
eins og raun ber vitni, því að henni er ekið á opnum bílum og oft
langar leiðir. Við urðum aldrei viir við að Þjóðverjar drykkju mjólk
og vatnið er þarna alveg ódrekkandi. Hins vegar drekka þeir mikið
af bjór.
Nú spyrjum við Sigurð, hvernig þeir Reynir eyddu deginum í
þær þrjár vikur, sem þau dvöldu í Schotten.
F.ins og áður sagði, voru hestar okkar í geymslu á búgarði Drechsl-
ers, sem var nokkurn spöl frá borginni. Þar var geysistórt hús á
tveimur hæðum og hesthús fyrir 16 hesta ásamt hlöðu. Þetta höfð-
um við allt til afnota fyrir okkur og fékk ég öll lyklavöld. Þótti mér
nokkur virðing að bera lykla að svo dýrlegri villu.
Gunnar ók okkur þangað á morgnana. Alls sáum við um 10 hesta,
því auk keppnishestanna vorum við með nokkra, sem við áttum og
ætluðum að selja og þrír hestar voru þarna á vegum S.Í.S. Var þetta
tcöluvert starf fyrir okkur og fór tíminn fram að hádegi í að kemba
hestunum og bursta. Þá gáfum við þeim hafra og grænfóður. Hest-
ana höfðurn við úti á mikið bitnu túni á næturnar, en inni á daginn.
Var það m. a. vegna hins mikla hita, sem alltaf var að deginum.
Eftir hádegi stunduðum við útreiðar fram yfir miðjan dag'. Fyrst
í stað þótti mér vissara að fara einungis stuttar leiðir, þannig að ég
rataði til míns heima aftur, en færði mig smám saman upp á skaftið
og reið lengra og lengra út í skóginn. Einn daginn komst ég út úr
þessum að ég hélt endalausa skógi. Tóku þar við hæðir og hálsar.
F.n sökum mikillar hitamóðu var útsýnið þó ekki sérlega mikið.
Reiðgötur voru þarna góðar og reið ég oftast í þá átt, er ég taldi í
vestur vera, en ekki er ég viss, hvort svo hafi verið. Mörg bændabýli
voru á minni leið og fólkið að störfum. Sýndust mér vinnubrögð
víðast mjög svipuð og á íslandi. Þó sá ég á einu smábýli að mjólkur-
kúm var beitt fyrir æki. Þetta mun hafa verið algengt áður fyrr, en
er nú að hverfa.
A búgarðinum voru einnig hestar Drechslers. Þá hirti þýskur pilt-
ur, sem við kölluðum Palla. Samtal gekk í fyrstu stirðlega, en fljót-
lega fórum við að skilja hvor annan. Hafði hann mikinn áhuga á
íslandi og langaði til að koma hingað og fara fyrir mig í göngur.