Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 168
166
HÚNAVAKA
lækjarhreppi, þar sem hann vann, sem kaupamaður og vetrarmað-
ur svo og víðar hér um sveitir. Heimili átti hann jafnan að Skinna-
stöðum hjá Vigfúsi Magnússyni bónda þar og konu hans Lúsindu
Árnadótur. En þeir Vigfús og Sigurberg voru bræðrasynir. Um 10
ára skeið var hann á Torfalæk og undi hag sínum þar jafnan hið
bezta.
Sigurberg var trúr og dyggur í öllum störfum sínum.
Hansina Guðný Guðmundsdóttir, ekkja Blönduósi, andaðist á
H.A.H. 18. desember. Hún var fædd 30. september árið 1894 að
Þóreyjarnúpi í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjón-
in Guðmundur Björnsson frá Hörgsholti, bóndi á Þóreyjarnúpi og
kona hans Kristín Hannesdóttir frá Galtarnesi í Víðidal. Hansína ólst
upp hjá foreldrum sínum, er þá bjuggu að Hvarfi í Víðidal. Ung að
árum nam hún hannyrðir og orgelleik hjá föðursystur sinni Guð-
rúnu Björnsdóttur, er bjó í Stykkishólmi.
Um skeið dvaldi hún að Holtastöðum í Langadal hjá Jónatan,
hreppstjóra Líndal og fyrri konu hans Guðríði Sigurðardóttur. Þar
kynntist hún manni sínum Helga Þorsteini Björnssyni frá Strjúgs-
stöðum í Langadal. Fór brúðkaup þeirra fram í Víðidalstungu-
kirkju vorið 1919. Hófu þau búskap að Hvarfi í Víðidal og bjuggu
þar í sambýli við Krisínu Hannesdóttur og Pál Guðmundsson, er
var bróðir Hansínu. Þrern árum síðar fluttu þau hjón að Litla- Búr-
felli í Svínavatnshreppi og bjuggu þar um 4. ára skeið. Árið 1927
missti Helsi maður hennar heilsuna 02: dvaldi um nokkurn tíma á
Vífilsstöðum, þar sem hann lézt 7. nóvember árið 1930.
Eftir að Hansína var orðin ekkja flutti hún aftur að Hvarfi og var
eins og áður í sambýli við Pál bróður sinn.
Árið 1950 flutti Hansína til Blönduóss og átti heimili sitt að
Lágafelli hjá dóttur sinni Kristínu, til dauðadags.
Hansína var vinföst og góð móðir barna sinna.
Börn þeirra hjóna eru:
Hildur Helga, gift Árna Björnssyni bryta í Reykjavík. Kristín, gift
Hjálmari Eyþórssyni, lögreglumanni Blönduósi. Hallgerður, gift
Svavari Pálssyni, bifreiðaeftirlitsmanni, Blönduósi og Guðmundur,
kvæntur Huldu Pálsdóttur. Þau voru búsett í Reykjavík, en hann
drukknaði þann 14. desember árið 1951, 24. ára að aldri.
Sr. Árni Sigurðsson.