Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 39
HÚNAVAKA
37
lögunum á þessu tímabili, og verður ekki séð hvað valdið hafi svefni
Sambandsins þennan tíma. Árið 1938 er svo Ungmennasambandið
endurvakið af Kennarafélagi sýslunnar. Sjt) félög sendu fulltrúa sína
á þennan fund. Samkvæmt ársskýrslum er félagatal 1939, 238 félagar
í sex félagsdeildum. 10 árum áður 1929 eru einnig skráðar sex félags-
deildir með 120 félaga, svo að á þessu sést, að starfsemi ungmennafé-
laganna hefur ekki legið niðri þessi ár.
Síðan 1938 hefur starfsemi Ungmennasambandsins verið sam-
felld og það jafnan verið mikilvirkur aðili, bæði hvað snertir fé-
lagsstarfsemi og skipulagningu skemmtanalífs hér í sýslunni.
Stjórnarformenn Ungmennasambandsins hafa verið eftirtaldir
menn frá stofnun þess 1912. Jón Pálmason 1912—13, Hafsteinn
Pétursson 1913—19, Sigurgeir Björnsson 1919—22, Bjarni Ó. Frí-
mannsson 1922—38, Halldór Jónsson 1938—39, Bjarni Jónasson
1939—42, Jón Jónsson 1942—45, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson 1945—47,
Guðmundur Jónasson 1947—54, Snorri Arnfinnsson 1954—59, Ing-
var Jónsson 1959—64, Kristófer Kristjánsson 1964—69, Magnús ()I-
afsson 1969—72 og Valgarður Hilmarsson frá 1972.
Núverandi stjórn Ungmennasambandsins skipa, Valgarður Hilm-
arsson, form., meðstjórnendur, Jón Ingi Ingvarsson, Jóhann Guð-
mundsson, Ottó Finnsson og Valur Snorrason.
Ef litið er yfir verkefni Sambandsins á þessu sextíu ára tímabili,
er ekki fjarri lagi að skipta þessum starfstíma í tvennt. Fyrri hlut-
anum frá stofnun og fram um 1940. Þá eru aðalviðfangsefnin, fund-
arhöld, þar gjarnan veitt tilsögn í framsögn og félagar æfðir í ræðu-
mennsku. Oft eru tekin fyrir ákveðin mál og málaflokkar og þau
rædd sérstaklega. Fengnir þá gjarnan þekktir aðkomumenn sem
frummælendur. íþróttir, þar l)er mest á glímu, í það minnsta fram-
an af, sundi, en það var allmikið stundað hér í sýsln og afskipti
Sambandsins af sundmálum veruleg og frjálsar íþróttir, helzt hlaup
og stökk.
íþróttir virðast þó ekki skipa þann sess hér sem vænta mætti. Ekki
má gleyma einum þætti, er virðist hafa verið fastur liður á sumar-
skemmtunum Sambandsins fyrr á árum, en það eru kappreiðar.
Hestamennska var mjög almenn í héraðinu og mikið af góðum hest-
um, enda þeir ferðatækið, er mest var notað. Það þarf því ekki að
undra þótt hesturinn hafi skipað verðugan sess í hug og athöfnum
unga fólksins.