Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 174
172
HÚNAVAKA
Þann 30. apríl andaðist Aíagdalena Karlotta Jónsdóttir, húsfrú,
Sölvabakka, Engihlíðarhreppi, á H.A.H.
Hún var fædd 7. desember 1892 á Miðgili í Engihlíðarhreppi.
Foreldrar: Jón Sigurðsson, bóndi Balaskarði og kona hans Guðný
Pálsdóttir, lneppstjóra frá Syðri-Ey. Jón faðir Ingibjargar var sonur
Sigurðar Sigurðssonar, smiðs og Ingibjargar Jónsdóttur, er voru
Þingeyingar. Fluttu frá Undirvegg í Kelduhv., vestur í Húnaþing.
Magdalena var ein hinna mörgu Balaskarðssystkina. Meðal þeirra
var Ingibjörg frá Skrapatungu, er andaðist á Blönduósi 1971. Ung
fór Magdalena á Kvennaskólann á Blönduósi og síðan til Vest-
mannaeyja til frekara náms í saumaskap, er þá þótti hverri verðandi
sveitakonu nauðsyn, því að þá var hugsunin sú, að liver varð að búa
að sínu.
En 17. júlí 1920 giftist hún Jóni Guðmundssyni frá Skrapatungu.
Þau hjón, Jón og Magdalena, hófu búskap á Brún í Svartárdal. Voru
þau jrar í 2 ár, síðan sitt árið á Síðu, Skrapatungu og Háagerði, því
að þá lágu eigi jarðir á lausu. En árið 1924 festu Jrau kaup á Sölva-
bakka í Engihlíðarherppi og bjuggu Jrar síðan til 1964. Börn þeirra:
Guðmundur, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur frá Akri. Ingibjörg,
gift Einari Guðlaugssyni frá Þverá. Sigurður, trésmiður, kvæntur
Guðrúnu Ingimarsdóttur frá Dalvík. Búa Jressi systkini á Blönduósi.
Guðný Sæbjörg, gift Finni Kristjánssyni bónda á Skerðingsstciðum,
Reykhólasveit. Finnbogi, járnsmiður, kvæntur Sigurbjörgu Sigfús-
dóttur, búa í Reykjavík. Jón Árni, bóndi á Sölvabakka, kvæntur
Björgu Bjarnadóttur lrá Haga. Einn dreng, Jón Árna, misstu þau
hjón um fermingu.
Þeint hjónum búnaðist vel á Sölvabakka og undu þar hag sínum.
Virðist mér Sölvabakki vera ein þeirra jarða, er fólk tekur mikilli
tryggð við. Þeim hjónum var auðið að reisa Jrar nýtt íveruhús úr
steini og var Jrar oft farskóli hreppsins. Mun Jrað hafa verið Magda-
lenu til ánægju, því að hún var félagslynd og gestrisin. Hún var
mjög hugsandi kona um veraldlega og andlega hluti. Búsýslukona
mikil um hag síns heimilis og trúhneigð kona, er unni kirkju sinni.
Hún átti að baki sér starfsama æfi, lengst af við góða heilsu. Átti þar
stóran þátt í trúhneigð hennar og áhrif Guðsorðs, er mörgum gefur
sigra í lífinu. Hún unni mjög börnum sínum og venzlafólki og var
Jrað sterkt í eðli hennar, að hafa náið samband á milli heimilis henn-
ar á Sölvabakka og þeirra.