Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 173
HÚNAVAKA
171
næðisstundir á efri árum. Útsaumsmyndir Guðrúnar sýna listrænt
auga hennar. Þær eru vel gerðar og í sumum tilfellum eftir hennar
eigin litavali og var hún þó ólærð um þessa hluti. Á þessum árum
voru eigi málverkin almenningseign, né litaða ljósmyndin. En mörg
góð húsfreyjan vildi gleðja heimili sín af handbragði sínu og það
gerði Guðrún.
Maður hennar, Guðmundur, lifir í hárri elli hjá Ólafi syni sinum.
Þann 9. desember andaðist Elinborg Ósk Einarsdótir á Síðu í
F.ngihlíðarhreppi á H.A.H.
Hún var fædd 27. febrúar 1900 á Síðu, voru foreldrar hennar
Einar Guðmundsson, bóndi og smiður á Síðu og kona hans Sigur-
laug Þorbjörg Björnsdóttir. Einar faðir Elínborgar var sonur Guð-
mundar Einarssonar, Þverárdal og var meðal barna hans séra Jónas
Guðmundsson, prestur á Staðarhrauni, er var lærdómsmaður mikill,
afi Jónasar Sveinssonar, læknis.
Móðir Einars á Síðu, amma Elínborgar, var Ósk Pétursdóttir frá
Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Var meðal systkina hennar Jó-
hann Pétursson, bóndi á Brúnastöðum í Skagafirði.
Elínborg Einarsdóttir átti því til góðra að telja. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum og systkinum. Þann 3. ágúst 1929 giftist hún Jak-
obi Bjarnasyni og hófu þau búskap á Síðu á móti foreldrum hennar,
en bjuggu síðan, að fáum árum liðnum á allri jörðinni.
Elínborg var myndarkona, smekkvís og þrifin, um það bar heim-
ili hennar vott. Húsakynni á Síðu voru óvenjugóð, því að snemma
var þar reist gott steinhús af föður hennar. Ung hafði Elínborg farið
til náms í saumaskap til Reykjavíkur og báru útsaumar liennar þess
vott að hög var hún til handanna. Hún var gestrisin, glaðlynd, vel
hugsandi og ræðin. Þá má segja að óvenju sterk heimilistengsl hafi
verið meðal fólks Elínborgar að Síðu. Fyrst bjuggu foreldrar henn-
ar þar, allt til endadægurs. Systir hennar, Magdalena, hefur starfað
á Síðu alla æfi og einkadóttir þeirra hjóna, Jakobs Bjarnasonar og
Elínborgar Einarsdóttur, Erla, býr þar með manni sínum, Svavari
Sigurðssyni, ásamt 6 börnum þeirra, er hafa orðið ný lyftistöng þessu
heimili, er stendur nú með miklum blóma. Var þetta Elínborgu
mikið lán. Hún var þrotin að heilsu hin síðustu ár.