Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 79
HÚNAVAKA
77
um ekki gott og afréð hann því að fara heldur niður að Kalmanns-
tungu, og síma til Eysteins bróðurs síns og biðja hann að fara fyrir
sig. Ég fór nú og sótti hestana hans á meðan hann borðaði. Þegar
ég kom aftur höfðu þeir séð til ferða þeirra, sem fóru ofan, og voru
þeir nú ríðandi. Klukkan um hálf níu komu þeir og Kristófer bóndi
í Kalmannstungu með þeim. Höfðu þeir meðferðis nýtt stykki í
stað þess bilaða og lifnaði þá heldur yfir mannskapnum. Þurfti að
láta smíða það í Reykjavík og var síðan sendur bíll gagngert með
það til Kalmannstungu. Hann kom ekki fyrr en það seint að þeir
töldu engan vinning að fara þá um kvöldið, en fóru af stað með
fyrstu skímu um morguninn. Voru þeir um 5 klukkutíma upp eftir,
en 7 klukkutíma voru þeir ofaneftir. Mennirnir hétu Kjartan Magn-
ússon og Guðmann Hannesson.
Sigurður tók til óspilltra málanna að setja hið nýja stykki á sinn
stað og var það ekki nema hálftíma verk. Þeir félagar, sem komu
að neðan fengu nú að borða og dáðist Kristófer einkum að kjötinu
frá kvöldinu áður, en Guðmundur, sem er smekkmaður hafði sneitt
það niður á brauð. Kaffi var svo drukkið og brennivín útí. Nú var
allt að verða tilbúið og þeir Lárus og Kristófer bjuggust af stað.
Ekkert vildi Kristófer taka fyrir ferð sína upp eftir né aðra fyrirhöfn
og ekki heldur mat, sem þeir komu með frá Kalmannstungu. Að
lokum þáði hann þó eina ákavítis flösku. Um klukkan hálf tíu lögðu
allir upp, þeir Lárus og Kristófer ofan í Kalmannstungu, en við
hinir í norðurátt, ég með hestana, en þeir á bílnum. Gekk nú allt
sæmilega, enda var búið að þrautkanna leiðina. Var farið sunnan og
vestan við tjörnina og átti að taka fuglinn, sem eftir var skilinn
kvöldið áður. Krummi hafði þá orðið fyrri til og ekki farið að lög-
um frekar en fyrri daginn og var nú búinn með það af honum, sem
við ætluðum okkur að éta, svo að honum var þá gefinn hann allur.
Gekk ferðin sæmilega norður að Fljóti og þurfti varla nokkurs
staðar að kasta til steini. Var lagt viðstöðulaust í það nokkru fyrir
neðan Álftakrók og gekk allt vel yfir og sýndist þó ekki árennilegt,
en bíllinn var með framhjóladrifi og mesti undragripur. Var engu
líkara en hann færi yfir hvað sem fyrir varð enda Guðmundur ör-
uggur stjórnari og einna líkast því, sem hann stýrði bílnum með
huga sfnum.
Nú var haldið upp í Álftakrók, stanzað þar um stund og fengum
við okkur bita. Þeir Kjartan og Guðmann skruppu upp í sæluhús til