Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 227
HÚNAVAKA
225
vafinn ullarteppum. Á meðan
getur hann þurrkað föt sín við
hinn vinsæla kolaofn frá Guð-
mundi Bergmann í Öxl. Við
viljum því mælast til þess við
gesti Sandárbúðar, að þeir gangi
vel um húsið og nágrenni þess,
er þeir njóta þeirra þæginda,
sem Sandárbúð hefur upp á r.ð
bjóða, og sjái svo um að allt sé
til reiðu er þeir gista þar næst.
í Sandárbúð er föst talstöð til
öryggis þeim, sem þurfa aðstoðar
við. Kynnið ykkur vel allar regl-
ur þar um, áður en notkun hefst.
Munið að láta vita í síma 4162
eða 4136, Blönduósi, ef eitthvað
er að búnaði í Sandárbúð.
Þá vill slysavarnadeildin
Blanda koma þakklæti sínu á
framfæri til þeirra aðila, sem
hafa stutt deildina með fjárfram-
lögum og þá sérstöku þakklæti
til Jakobínu Þorsteinsdóttur,
Vöglum, og persónunnar sem
nefnir sig N. N.
Slík framlög sem þessi efla
okkur til dáða og munum við
reyna að bregðast ekki trausti
þessa fólks, sem sýnir hug sinn í
verki.
Dagana 18.—20. ágúst sl. var
haldin við Sandárbúð samæfing
björgunarsveita S.V.F.Í. Föstu-
daginn 18. ágúsi mættu þar 105
björgunarsveitamenn frá 14
björgunarsveitum á landinu.
Auk þess eiginkonur margra,
börn og unnustur, samtals um
170 manns. Þar var og mættur
Hannes Þ. Hafstein, erindreki
S.V.F.Í., er var mótsstjóri. Hin
aldni skörungur Gróa Péturs-
dóttir, varaforseti S.V.F.Í., lét
sig ekki vanta í hópinn með sín
80 ár að baki, og geri þær yngri
betur. Hún sýndi okkur þann
Hluti tjaUlbúðanna, er var i lautinni
sunnan við Sandárbúð.
heiður að gista Sandárbúð í tvær
nætur. Veður var óhagstætt þessa
daga. Gekk á með vestan og síð-
an suðaustan 5—7 vindstigum
ásamt rigningu og krapaéljum.
Hiti fór ofan í 2 stig. En æfingar
gengu að mestu samkvæmt áætl-
un. Björgunarsveitamenn verða
reynslunni ríkari við að fá á sig
slík fúlviðri. Sandárbúð var raf-
lýst og Ijóskösturum komið fyrir
utanhúss, er lýstu upp svæðið.
Úr hátölurum glunmdi um allt
15