Húnavaka - 01.05.1973, Blaðsíða 80
78
HÚNAVAKA
að skoða það og skrifa nöfn sín í gestabókina, en það er sperra i'
hesthúsinu. Við hinir skrifuðum þar nöfn okkar daginn áður. Kl. 1
var svo lagt af stað aftur. Ég reið á undan til að vísa leiðina að mestu.
Ekki líkaði klárum mínum vel að hafa bílinn urrandi rétt á eftir,
og voru þeir æstir mjög, sérsaklega Bleikur, sem reis oft upp á end-
ann og reyndi að stinga sér og gera ýmsar skammir af sér. Brúnn
var spakari og var um síðir sama um bílinn. Ég mátti ríða Bleik
alla leið, því að ef ég ætlaði að teyma hann fór hann bara öfugur
fram fyrir Brún og gerði allt vitlaust. Mátti ég eiga í þessum stimp-
ingum við hann alla leið og var orðinn þreyttur í handleggjunum,
þegar við komumst til Arnarvatns, en þangað náðum við klukkan
hálf fjögur. Hvergi var nein torfæra á leiðini, en frekar sein farið.
Víðast var farið utan við veginn, sem er frekar mjór og sums staðar
niður grafinn. Holtin eru víðast greiðfær með því að krækja þó á
stöku stað dálítið. Síðasta spölinn var farið talsvert suður fyrir veg-
inn, en ekki neðan undir brekkunni, þar sem vegurinn er, því að
jrar eru moldarflög og sums staðar bleytur í. Var svo farið niður
brekkuna við Skammá.
Þegar komið var alllangt norður í Hæðir (Arnarvatnshæðir) kom
í Ijós að veiðistengurnar höfðu týnst af bílnum, en flestir þóttust
vissir um að þær hefðu verið með í Álftakrók. Þótti illa hafa til tek-
izt, en oflangt kornið til að snúa við og leita, enda sagði Guðmund-
ur að hann væri viss um að Lárus myndi finna þær og koma með
þær. Ég taldi það litla hendingu, þar sem vegurinn var næstum
aldrei farinn, en Lárus mundi fara hann, en taldi víst að gangnamenn
þeirra Borgfirðinga myndu finna þær f haust og skila þeim.
Þá var nú loks bíllinn kominn til Arnarvatns og engin teljandi
torfæra hafði orðið á leiðinni, ef frá er talinn þessi aukakrókur sem
farinn var vegna þess að þeir fundu ekki vaðið á Norðlingafljóti.
Fullyrða má að það hefði allt gengið vel ]rar yfir og áfram.
Ég spretti af þeim Bleika og fór svo með hestana alllangt vestur
með vatni að sunnan og hefti þá þar á góðum högum. Bleikur var
svo æstur að hann leit ekki í jörð, en tók strax á rás og hinir hest-
arnir á eftir. Var sama, þótt ég stæði yfir þeim, þeir æddu bara
eitthvað út f loftið. Ég tók þá heim og setti inn í sæluhús ríkisins
þarna á staðnum, er Hliðskjálf heitir. Það er ekki merkilegra en það
að engin hurð er til fyrir það og annað ástand er eftir því. Ég refti
með sprekum fyrir dyrnar og batt svo allt saman með beizlunum.